Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1954, Blaðsíða 39

Kirkjuritið - 01.01.1954, Blaðsíða 39
SÉRA HALLDÓR JÓNSSON 37 stæða skilnings á skyldum lífs síns og starfs, hefði hann aldrei getað afkastað jafn miklu og hann gerði — ekki getað átt jafn langan og fagran ævidag og hann átti. Okkur, sem áttum því láni áð fagna að kynnast séra Halldóri, getur ekki dulizt, að við eigum honum mikið gott að þakka. En engir hygg ég að skilji þetta betur en t>oir, sem fengu svo lengi að njóta hans sem prests, safn- aðanna í Kjós og á Kjalarnesi. Meðal þeirra mun minningin Urn hann lengi lifa í þakklátum hjörtum, sem hins sanna Prests, vinar og bróður í gleði og sorg. 1 lok þessara fáu minningarorða minna um séra Halldór langar mig sjálfan að færa þessum vini og bróður kærar Þakkir fyrir þá fögru fyrirmynd, sem mér finnst hann hafi gefíð mér með lifsbreytni sinni allri. Færa honum þakkir fyrir þann einlæga vinarhug, er hann sýndi mér og fjöl- skyldu minni þann tíma, er leiðir okkar lágu saman. Þá einlægu ósk hans, að ég sem eftirmaður hans í starfi ftiætti erfa þá ást og þá gleði, er honum fannst hann hafa sjálfur notið í svo ríkum mæli með söfnuðum sínum. Blessuð sé minning hans. Kristján Bjarnason, Reynivöllum. * Séra Robert Jack. Ritstj. Kirkjuritsins hefir borizt bréf dags. 9. des. s.l. frá sera Robert Jack í Árborg, Man. Hann skrifar svo m. a.: ..Fólkið hefir sýnt okkur mjög góðan hug. Og hér er varla n°kkur maður, sem talar ekki íslenzku. Ég er búinn að messa Sex sinnum og tala á þremur fundum. Érestssetrið er mjög gott hús og fallegt. Þar er trjágarður tyrir framan. Veturinn er með mildasta móti.“

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.