Kirkjuritið - 01.01.1954, Síða 40
Séra Vilhjálmur Briem 85 ára.
Séra Vilhjálmur Briem átti
85 ára afmæli 18. jan. síðastl.
Hann er fæddur 18. jan.
1869, sonur Eggerts Briem
sýslumanns Skagfirðinga, sem
þá bjó á Hjaltastöðum í
Blönduhlíð.
Séra Vilhjálmur varð stúd-
ent 1890 og kandidat í guð-
fræði frá Prestaskólanum
1892. Gerðist prestur í Goð-
dölum í Skagafirði 1894, en
varð að láta af prestsskap 1899
sakir heilsubrests. Fór hann
þá utan til þess að leita sér
lækninga, og tókst með stakri
viljafestu og reglusemi að ná
svo góðri heilsu, að hann gat
tekið við störfum aftur, en fáir mundu þá hafa spáð honum
langlífi. Hann var prestur að Staðarstað 1901—1912, en hefir
síðan búið í Reykjavík og gegnt ýmsum störfum, t. d. við
Landsbanka íslands og haft forstöðu Söfnunarsjóðsins. Tók
hann við því starfi af séra Eiríki Briem, bróður sínum, sem
stofnaði Söfnunarsjóðinn. Var hann þjóðkunnur reiknings-
maður, en þeir, sem vel til þekkja, segja, að séra Vilhjálmur
gefi honum ekki eftir i þeirri list.
Kona séra Vilhjálms er Steinunn Pétursdóttir frá Álfgeirs-
völlum. Voru þau systkini mörg og gerfileg svo að af bar.
Allur þorri jafnaldranna er nú horfinn af sjónarsviðinu.
En einnig margir þeir, sem yngri eru, mega góðs minnast
frá þessum merku hjónum.
M.