Kirkjuritið - 01.01.1954, Qupperneq 41
Séra Jakob Jónsson íimmtugur.
Hinn 20. janúar síðastl. átti
séra Jakob Jónsson, prestur
Hallgrímssafnaðar, fimmtugs-
afmæli.
Hann fæddist á Hofi í
Alftafirði eystra, sonur séra
Jóns Finnssonar og konu hans
Sigríðar Beck. Varð stúdent
1924 og gekk þá að guðfræði-
námi eins og margir úr þeim
bekk, „viginti quattuor“.
Kandidat í guðfræði varð
hann 1928, og gerðist þá, eftir
stutta þjónustu sem aðstoðar-
prestur föður síns, sóknar-
prestur í Norðfjarðarpresta-
kalli. Árið 1934 fór hann til
Canada og var þar við fram-
haldsnám við Manitobaháskóla, en þjónaði því næst mörgum
söfnuðum, einkum i Saskatchewanfylki, þar til honum var
veitt Hallgrímsprestakall í Reykjavík 1941, og hefir hann
gegnt því embætti síðan ásamt þeim séra Sigurbirni Einars-
syni, prófessor, og séra Sigurjóni Árnasyni.
Séra Jakob liefir lagt gérva hönd á fleira en prestsskap,
svo sem kennslu. En sérstaklega má nefna hér ritstörf hans
°g þó einkum leikrit. Hafa þau verið leikin á ýmsum stöðum,
°g m. a. í Þjóðleikhúsinu „Tyrkja-Gudda“. Er það mikið og
mikilfenglegt verk, sem hlýtur að eiga sér framtið.
Séra Jakob er kvæntur Þóru Einarsdóttur úr Reykjavík
°g eiga þau tvær dætur og þrjá syni.
Hugheilar kveðjur berast þeim í tilefni þessa hálfrar aldar
afmæhs M.