Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1954, Síða 42

Kirkjuritið - 01.01.1954, Síða 42
Handrit vor heim, Eins og kunnugt er, rökuðu dönsk yfirvöld saman ógrynni fjár af klaustra og kirknaeign um siðaskipti, og voru þá íslenzkar kirkjur rúnar öllum sínum dýrmætustu gripum, svo að þær voru örsnauðar eftir. Jafnframt tóku þessi stjórnarvöld þrátt að herða fjötra einvalds og ein- okunar að þjóðinni. Næstu aldirnar voru byggðar dýrar hallir við Eyrarsund af þeim mikla gróða, sem íslands- verzlunin gaf, um leið og íslenzka þjóðin sökk í örbirgð, svo að hún átti naumast þak yfir höfuð sér. Gekk þessi verzlunaránauð svo nærri íslendingum, að oft varð stór- felldur mannfellir og minnstu munaði, að þjóðin yrði hungurmorða til síðasta manns. Meðan þessi tvísýna ríkti um örlög íslenzku þjóðarinnar og þegar húsakostur hennar var orðinn svo bágborinn, að handritin, sem geymdu menningararf liðinna tíma, sögur og kvæði forfeðranna, voru hvergi framar óhult fyrir raka og fúa, þá greip Árni Magnússon til þess óyndis- úrræðis að safna þeim saman og flytja þau úr landi, með þvi að hann óttaðist, að þau mundu ella glatast. Þó að nú megi deila um það, hversu æskilegt hafi verið að grípa til þessara ráðstafana, og hvort handritin hafi ef til vill ekki goldið meira afhroð við það í sjóslysum og eldsvoð- um, að vera flutt til Kaupmannahafnar, eins og þótt þau hefðu verið kyrr heima á Islandi, þá er það samt skiljan- legt um mann með jafnmiklum fornfræðaáhuga og Árni Magnússon hafði, að hann gripi til þess ráðs, þegar hann sá ekkert afdrep lengur fyrir þennan dýrmæta fjársjóð á íslandi.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.