Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1954, Side 43

Kirkjuritið - 01.01.1954, Side 43
HANDRIT VOR HEIM 41 Með því að koma handritunum til varðveizlu í háskóla- bókasafnið í Kaupmannahöfn hefir það tvennt einkum vakað fyrir Árna, að forða þeim frá glötun og jafnframt að safna þeim saman á þann stað, þar sem líklegt var að sem flestir menntaðir íslendingar hefðu þeirra einhver not eða gætu gert eitthvað fyrir þau. Sú hefir og orðið raun- in á, að það eru íslendingar, sem að langmestu leyti hafa unnið vísindaleg störf að útgáfum þessara rita, og nú síðustu áratugina nær eingöngu. Þetta er að sjálfsögðu mjög eðlilegt, þar sem þessar bókmenntir eru hluti af ís- lenzkri þjóðarsál og engin þjóð hefir því möguleika til að skilja þær né getur haft áhuga fyrir þeim í sama mæli °g Islendingar. Kaupmannahöfn var höfuðborg hins danska ríkis, sem Island var þá talið óaðskiljanlegur hluti af og háskólinn 1 Kaupmannahöfn var því æðsti skóli Islendinga. Hvergi var þess vegna eðlilegra að geyma handritin, enda helzt v°n, að þeim yrði einhver sómi sýndur þar, og um þau birt af menntamönnum. Engan dreymdi þá um, að slík uienntastofnun risi nokkru sinni upp á íslandi. Ráðstöfun bessi var því eðlileg af hendi Árna Magnússonar, eins og Þá var háttað kjörum íslenzkrar þjóðar og málum hennar. Hitt hefir Árni skilið og vitað, að meðan nokkrir Islend- Wgar drógu andann, tilheyrðu þessi handrit þeim fyrst °g fremst, af því að þau voru andi af þeirra anda, ávöxtur aI þjóðarsál þeirra. Ekkert var því sjálfsagðara en að Danir skiluðu Islend- lr>gum þessum handritum, eftir að fullur skilnaður var gerður milli þjóðanna, alveg eins og sómi þeirra hafði boðið þeim að skila Islendingum jarðagóssi og öðru því, sem óeytt var af fjármunum þeirra, þegar fjárhagsskiln- aður var gerður milli rikjanna.--------Mönnunum, sem þúsundum saman höfðu fallið úr hungri, meðan Danir g^ajddu stórfé á einokunarverzlun sinni hér, varð ekki skil- að aftur. Aldirnar, sem liðu í volæði og ólýsanlegri eymd, Urðu ekki bættar. Glataðir eru að mestu dýrgripir þeir

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.