Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1954, Side 46

Kirkjuritið - 01.01.1954, Side 46
70 ára afmœli Bergsstaðakirkju. Hinn 2. ágúst 1953 var hátíð að Bergsstöðum í tilefni 70 ára afmælis kirkjunnar þar á staðnum. Fjölmennti safnaðarfólk mjög til staðarins þennan dag, svo og margir góðir gestir. Láta mun nærri, að þar hafi 120 manns verið saman komið. Athöfnin hófst með guðsþjónustu. Prófasturinn í Húnavatns- prófastsdæmi, séra Þorsteinn B. Gíslason, prédikaði, en sóknar- presturinn, séra Birgir Snæbjömsson, þjónaði fyrir altari. Söng annaðist kór Bergsstaðakirkju. Er kórinn mjög vel þjálfaður, enda naut hann á síðastliðnum vetri tilsagnar söngkennarans Kjartans Jóhannessonar. Undirleik annaðist kirkjuorganistinn, Óskar Guðmundsson frá Eiríksstöðum, af smekkvísi, enda er hann mjög áhugasamur um starf sitt. Sóknamefndin annaðist allan undirbúning hátíðarinnar og að messu lokinni veitti hún kirkjugestum góðgjörðir af mikilli rausn. Var þá á ný gengið til kirkju og hófst þar samveru- stund í tilefni afmælisins. Sóknarpresturinn flutti ávarp og formaður sóknarnefndar, Guðmundur Jósafatsson, minntist presta þeirra, er þjónað höfðu þar síðastliðin 70 ár, og flutti mjög snjallt erindi um sögu kirkjunnar. Kirkjan, sem nú stendur á staðnum, var byggð sumarið 1883. Helztir ráðamenn byggingarinnar voru þeir séra Stefán M. Jónsson, Bergsstöðum, og Guðmundur Gíslason, hreppstjóri, Bollastöðum. Umsjón með smíðinni sjálfri hafði Þorsteinn kirkjusmiður Sigurðsson, en honum helzt til aðstoðar var Eiríkur Jónsson, er síðar bjó að Djúpadal í Skagafirði. — M. a., er til máls tóku, var prófasturinn Þorsteinn B. Gíslason, Steinnesi. Milli ræðna var kórsöngur, svo og almennur söngur. í tilefni afmælisins bárust kirkjunni ýmsar góðar gjafir. Eins og áður er sagt, sá sóknarnefndin um undirbúning allan að hátíðinni. Var það almanna rómur, að henni hefði vel tekizt að gera stundirnar hátíðlegar og eftirminnilegar. í sóknamefnd eru nú þeir Guðmundur Jósafatsson, ráðunaut- ur, Austurhlíð, form., Sigvaldi Halldórsson, bóndi að Stafni, og Stefán Sigurðsson, bóndi að Steiná. B. Sn.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.