Kirkjuritið - 01.01.1954, Page 47
Innlendar fréttir.
Séra Jósef Jónsson
hefir hinn 6. þ. m. og samkvæmt eigin ósk fengið lausn frá
Prestskap í Setbergsprestakalli og prófastsstörfum í Snæfells-
nessprófastsdæmi frá 1. júní næstkomandi að telja.
Séra Jósef lauk embættisprófi í guðfræði við Háskóla íslands
vorið 1915. Vígður 24. júní s. ár að Barði í Fljótum, en gerðist
arið eftir aðstoðarprestur séra Jóns Halldórssonar á Sauðanesi.
Settur prestur í Staðarhólsþingum frá fardögum 1918. Veitt
Setbergsprestakall frá 1. júní 1919 og hefir starfað þar síðan.
Hann hefir verið prófastur í Snæfellsnessprófastsdæmi frá 1.
Íúní 1934.
^mbaettispróf í guðfræði.
Þessir kandídatar luku embættisprófi 30. janúar 1954. Eru
serefnisritgerðir þeirra tilgreindar: Bjami Sigurðsson: Um
Markúsarguðspjall. Hver er höfundur þess? Hvar og hvenær
er það ritað? Kári Valsson: Bréf til Efesusmanna eftir Ignatius
fra Antíokkíu. Sigurður H. Guðjónsson: Freisting Jesú. Sverr-
lr Haraldsson: Séra Einar Sigurðsson frá Heydölum. Þórir
Stephensen: Gottskálk Nikulásson. Örn Friðriksson: Stefán
biskup Jónsson.
^irkjuvígslur.
Hinn 6. desember 1953 vígði dr. Bjarni Jónsson, er þá gegndi
iskupsembættinu, nýreista kirkju í Norðtungu.
29. nóvember endurvígði hann Oddakirkju eftir gagngera við-
gerð.
*
Sera Bragi Friðriksson.
Hitstj. Kirkjuritsins hefir nýlega borizt bréf frá honum.
erð hans vestur til Lundar Man. gekk vel, og líður þeim
Jónum þar ágætlega. Starfið er mikið, og hefir séra Bragi
Pegar flutt margar messur bæði á íslenzku og ensku. Við vígslu
nýrrar kirkju að Gimli flutti hann kveðjur frá kirkju íslands.