Kirkjuritið - 01.02.1954, Blaðsíða 18

Kirkjuritið - 01.02.1954, Blaðsíða 18
64 KIRKJURITIÐ stund að hverfa af heimi þessum að enduðu starfi. Fyrir honum var það fagnaðarhátíð, að fá að hverfa heim til föðurhúsanna, upp í hærri og dýrlegri veraldir ljóssins. Heilsufari hans var þannig háttað síðustu árin, að dauð- ann gat borið að höndum, hvenær sem var. Honum var þetta vel ljóst og ræddi oft um það, án þess að láta það valda sér áhyggjum. Viðkvæði hans var jafnan þetta: ,,Ég er reiðubúinn hvenær sem er. Að vísu er ég þakk- látur fyrir þessi ár, sem ég fæ að dvelja hjá syni mínum og tengdadóttur, þar sem mér hefir liðið svo vel. En ég veit þó, að ekkert er betra en að fá fararleyfi, þegar líkamskraftarnir fai’a að bila. Það er mér fögnuður en ekki áhyggja." Þessi trú hans kom líka margsinnis í ljós í ljóðum þeim, er hann orti við burtför vina sinna. Og aðeins nokkrum dægrum fyrir andlátið, þegar dauðastríðið var byrjað, fæddist eina andvökunótt þetta erindi í hug hans, og var það andlátsbæn hans og síðasta ljóð: Þér, sem líf mér léSir hér á jörS, lofgjörS fœri ég og þakkargjörS; ÖSum dregur dauSans fölva á kinn, drottinn GuS, þér fel eg anda minn. Nokkrum mánuðum áður en hann andaðist, er hann fann að æfilokin voru óðum að nálgast, orti hann kveðju þá, sem hér fer á eftir, og bað um, að flutt yrði við út- för sína. Þessi kveðja lýsir einkar vel í stuttu máli bjart- sýni hans, trúaröryggi, hjartahlýju og bróðurþeli, og var hún sungin við kveðjuathöfn að Grund 14. apríl s.l.: LífsskeiS þver, lokiS er mínu lífsstarfi hér. Mig á fagnaSar fund leiSir föSurins mund. GleSjist þér, gleSjast ber, því vor GuS hjá oss er. Lífs í sjóS landi og þjóS greiddi eg líf mitt og blóS.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.