Kirkjuritið - 01.02.1954, Blaðsíða 42

Kirkjuritið - 01.02.1954, Blaðsíða 42
88 KIRKJURITIÐ uga“ kom ekki annað til hugar en fá lánaðan hest og kerru hjá presti til að flytja heim aflann úr fyrirdrætti í Staðará. Heyfengur svo yfirfljótanlegur, að oft bjargaði íbúum stórborgarinnar, Bolungarvík, í mikilli nauðsyn, og heimanræði svo óbrigðult, að síðast t. d. skilaði stutt haust- vertíð á Staðareyrum, 1919, 500 fullsöltuðum skippund- um af úrvalsþroski af fáum fleytum. Og berjatekja, þar á meðal aðalbláber, slík, að svara myndi tugum tunna, ef nýtt væri, á sumri. En sauðaganga á Staðareyrum svo notadrjúg, að séra Einar Vernharðsson sótti frá Söndum í Dýrafirði um Staðarhlíð. II. Þetta er mjög arðvœnlegt bændapresta kall: fyrir dugandi prestshjón. Enn fremur sambærilega aðkomu- hagræðis prestakall á ýmsa lund. Gott næði og tækifæri til iðkunar hagnýtra og frjórra áhugamála. Og hlutfalls- lega góð aðkoma að elskulegum söfnuði, sæmilegum húsa- kosti og afbragðs jörð, og fjárhagslega vel stæðu sveitar- félagi, bæði einstaklingum og sveitarsjóði. Hagstæðum samgöngum innan aðalprestakallsins, og skemmtilegum og hollum ferðatækifærum. Skal því nú að nokkru lýst: 1. Mikill samvinnufúsleiki við prestinn og alls engin sértrúarflokkahneigð. Vel hirt kirkjuhús með sjóði, ofni og hljóðfæri. 2. Að koma að viðunandi prestseturshúsi með 6 sæmileg- um herbergjum, auk búrs og eldhúss og kjallaraher- bergjum, 2 eldavélum, miðstöðvarofni og hitaleiðslum, vatnsleiðslu og frárennsli. 3. Peningshús, sem ríkið er skuldbundið til að kaupa: 100 kinda f járhús með innsteyptu baðkeri, 6 nautgripa f jós, hesthús — og í stuttu máli mikill og góður húsakostur. 4. Á vori komandi getur viðtakandi fengið í þessum hús- um: 1 dráttarhross. 3 kýr og 2 viðureldi. Enn fremur töðufyrningar, þriggja kúa fóður, kerrur og öll nauð- synleg vinnuáhöld, utan húss og innan, skilvindu og 1000 watta ágætan Ijósamótor, ásamt innlögnum og

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.