Kirkjuritið - 01.02.1954, Blaðsíða 49

Kirkjuritið - 01.02.1954, Blaðsíða 49
SÁLMUR. í víngarð Guð til verka’ oss kallar á vori lífs, á morgni dags. Hann sendir boð í álfur allar: „í urtagarð minn komið strax; mitt sáðland víða' er blásið, bert." Því boði' að sinna er mest um vert. Þar nokkrir komu’ um miðjan morgun, og margir, þegar leið á dag. En öllum sama’ er búin borgun, sem bezt vorn eflir sálarhag. Þar eins og sáir uppsker hver, því alvís, réttlát náð Guðs er. En svo vér lærðum vel að vanda þar verk, að sá og hlúa að, frá himni sínum helgan anda oss Herrann sendi að kenna það. Ef vel er sáð, að vexti hlúð, þá vex upp Herrans gróðurskrúð. Ó, Drottinn veittu’ oss vilja’ að læra að vinna þér — mín bæn er ein; svo gróður megi fríðan færa á foldu hver þín akurrein. Það æ sé vilji, æ vor gjörð, að efla ríki þitt á jörð. Þitt sáðland, Guð, er sálir manna, þitt sáðkorn himnesk kenning sú, er flytja léztu’ oss son þinn sanna. Þitt sáðland, Drottinn, annast þú. Þinn samstarfsmaður vera’ eg vil, í víngarðinum hjálpa til. Arnór Sigmundsson Árbót í ASaldal.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.