Kirkjuritið - 01.02.1954, Blaðsíða 39

Kirkjuritið - 01.02.1954, Blaðsíða 39
SAMTÍNINGUR 85 Undanfarin fimm ár hafa selzt hér á landi um 7 þús. Biblíur °S á 6. þús. Nýja testamenti. ★ Nú er hinn almenni kirkjusjóður rúmlega 2,13 millj. kr. Af því á Strandakirkja rúmlega helminginn, og áskotnuðust henni 166 þús. á árinu 1952. Eins og gefur að skilja, nær kirkju- sjóðurinn. skammt til að lána til að endurbyggja kirkjumar í landinu, sem víða er brýn þörf, eins og kunnugt er. Það er því hin mesta nauðsyn að lögfest verði frumvarp það um kirkju- byggingasjóð, sem nú er flutt af þeim Sigurði Ó. Ólafssyni og Andrési Eyjólfssyni í Síðumúla. ★ Þrátt fyrir skort á lánsfé og ýmsa fjárhagsörðugleika er nú nllvíða verið að byggja kirkjur. í svipinn man ég eftir þessum: Svalbarði og Dalvík við Eyjafjörð, Hofsósi, Borgarnesi og Ás- ólfsskála undir Eyjafjöllum, að ógleymdri Neskirkju í Reykja- vík. ★ í vor komu um 90 prestar og kandidatar á synodus. Fyrir 40 árum sóttu prestastefnuna rúmlega 30 manns auk biskups. »Samkoman var óvenjulega fjölmenn," segir í Nýju Kirkju- ölaði árið 1913. Fjórir prestar eru enn á lífi, sem sóttu þá Pfestastefnu, þeir séra Bjarni Jónsson vígslubiskup, séra Jóhann Briem, séra Sigurður Norland og séra Sigurbjöm Á. Gíslason. ★ Úr N. Kbl. 1912: Einu sinni var fátæk ekkja. Hún átti einn son. Drengurinn ^enti oft í hóp misjafnra lagsbræðra. Eitt sinn bar langferða- niann að garði hennar. Fyrir lítinn greiða, er drengurinn gerði h°num, galt hann honum tveggja krónu pening. Þá sagði móðir- *n við drenginn: „Ég vildi, að þessi peningur væri orðinn að hollum ráðum, er þú vildir þýðast." G. Br.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.