Kirkjuritið - 01.02.1954, Blaðsíða 24

Kirkjuritið - 01.02.1954, Blaðsíða 24
70 KIRKJURITIÐ gerðin bendir til Norður-Frakklands, ennfremur stafagerðin, en söngurinn er nokkuð afbrigðilegur. Nóturnar eru ritaðar með „neumum“ á einni línu, og er því gjörlegt að álykta, að brot- ið sé eigi yngra en frá síðara hluta. 11. aldar, þar eð kerfið, með nótum á 4 strengjum, sem kennt er við Guido Aretino (995?— 1050) var þá almennt tekið upp vegna yfirburða sinna. Hitt er brot, sem notað er sem saurblað í hinni prentuðu Jónsbók á bókfelli, útg. 1578, er Landsbókasafnið á. Er það að mestu ókannað, enda fyrst komið í ljós á síðastliðnu vori. En af innganginum ætti að vera ljóst, að það muni ekki koma á óvart að finna elztu leifar kirkjutónlistarinnar með þessum uppruna. Þó verður einnig þess að minnast, að Jón helgi út- vegaði hingað til lands „sæmiligan prestmann frá Franz“, eins og skrifað stendur, og hét hann Rikini. Sá hann um söngkennslu í dómkirkjuskóla Jóns. Reyndar hefir verið á það bent, að nafn- ið Rikini muni vera af svæðinu Elsass-Lothringen, en sagan tengir Rikini við Frakkland. Þessi ensk-frönsku áhrif koma einnig í ljós af latnesku broti af Jóhannesar guðspjalli, sem líklega er frá 13. öld. Virðist textinn vera skyldur texta tveggja enskra handrita. Er annað codex Egertonensis frá 9. öld, en hitt codex Sarisburiensis, sem ritað var árið 1254 af Thomas de Wile, magister scholarum í Salisbury. En þessi áhrif eru þau sömu og gætir í kirkjusögu Noregs, og hugsanlegt væri, að áhrifin hefðu komið beina leið, en ekki eingöngu um Noreg til íslands. í Biskupasögum eru margar verðmætar heimildir um kirkju- tónlist, einkum með tilliti til helgisiðanna. Hér má einkum nefna Lárentíusar sögu. Lárentíus var biskup á Hólum árin 1324 til 1331. Sagan er vel samin og gegnsýrð af kímni, sem hlýtur að stafa frá höfundinum, séra Einari Hafliðasyni, því að Lárentíus kemur fyrir sjónir sem nokkuð leiðinleg persóna, þótt ævi hans væri ærið viðburðarík. Sumarið 1307 var Lárentíus sendur heim til íslands af erki- biskupi og kapítulanum í Niðarósi. Átti hann að vera visitator hér, ásamt norskum dóminikana, er Björn hét. Þeir komu út á Suðurlandi og riðu í Skálholt. Og þar voru þeir hinn 19. júlí, daginn fyrir Þorláksmessu. Þá sagði Lárentíus við bróður Björn, að hann ætti að hugsa um þá ræðu, sem viðurkvæmilegt væri

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.