Kirkjuritið - 01.02.1954, Blaðsíða 31

Kirkjuritið - 01.02.1954, Blaðsíða 31
ÞRÓUN ÍSL. KIRKJUTÓNLISTAR 77 ljós, að bæði brotin tilheyra þriðja tímabilinu frá um 1550 til 1589 eða 1594. A er athyglisvert brot úr grallara siðbótarmanna, helgisiðimir á íslenzku á boðunardag Maríu. Því miður er það stórskemmt, svo mikið af lesmáli og nótum er gersamlega máð í burtu. Rithandarlagið tilheyrir með vissu síðari hluta 16. ald- ar, og samsvarar það að öllu leyti textanum. Séra Bjarni ár- setur brotið til ca. 1500 og fer þar eftir George Stephens og Gödel. Þessi ársetning nær engri átt. Brot þetta er sérstætt cinsdæmi, því að það er ekki ritað eftir neinum prentuðum grallara. Hér í Reykjavík eru fleiri brot af gröllurum rituðum í lok 16. aldar og upphafi þeirrar 17. Þau fylgja öll hinum Prentaða grallara frá árinu 1594. Stokkhólmsbrotið er frá þriðja tímabili tónlistarsögunnar og sennilega úr Skálholtsstifti, þar sem Árni Magnússon nefnir í athugagrein grallara eftir Mar- tein biskup Einarsson, en grallara þessa er víst hvergi getið annars staðar. Auk þess er það vitað, að nokkur var munur á hirkjusöngnum norðan lands og sunnan. Brotið b er ekki miður athyglisvert, þar sem það er brot úr sálmabók, sem hefir að geyma 3., 5.—9. og 11.—12. sálm í sálmabókinni frá árinu 1589. 4. og 10. sálminn vantar í. Afbrigði texta eru óveruleg og engin í nótnasetningu. Ef til vill er hér hrot af afriti sálmabókarinnar frá árinu 1562, þótt efi mikill eæti leikið á því. Séra Bjami Þorsteinsson vitnar einnig til hins svonefnda Antiphonarium Holense, sem varðveitt er í Þjóðskjalasafni. hetta er pappírshandrit, sem með fullkominni vissu tilheyrir Þriðja tímabilinu. Rithöndin sýnir það; val introíta sýnir það einnig. Antiphonaríum þetta er náskylt pappírshandritinu Ny kgl. srr>l. 138, 4to. Það er einkennilegt, að 138 hefir aldrei verið not- af sagnfræðingum, þótt handritaskrá Kaalunds undirstriki Þýðingu þess. Nú skal innihaldi þess lýst í stuttu máli. Á lausum miða frá aldamótunum 1700 stendur ritað, að þetta sé afrit af hinni stóru skinnbók í dómkirkjunni á Hólum. Sjálft handritið mun ritað um 1600, en eigi er auðvelt að ákveða, hvoru megin við aldamótin. Ef til vill væri leyfilegt að halda, að það hefði ver- lð gert á síðari hluta 16. aldar, því að vart munu menn hafa *agt eins mikla alúð við slíkt verk að afrita úrelta bók, eftir

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.