Kirkjuritið - 01.06.1954, Side 18
256
KIRKJURITIÐ
rekinn úr skóla. Tuttugu og fimm ára gamall var hann
gerður útlægur frá Kiev og hvarf þá til Norður-Rúss-
lands, þar sem lá við að hann yrði enn rekinn í útlegð.
En þá gekk stjórnarbyltingin yfir. Áður en hér var komið
sögu hafði hann þó sagt skilið við kommúnismann og
horfið á ný til grísk-kaþólskrar trúar.
Eftir októberbyltinguna bauð Bolsévikaflokkurinn hon-
um þó kennaraembætti í heimspeki við háskóla í Moskvu.
En brátt féll hann í ónáð hjá þeim, er hann féllst ekki
á allar þeirra kreddur, og var honum tvívegis varpað í
fangelsi og loks rekinn úr landi 1932. Settist hann þá
fyrst að í Berlín, þar sem hann opnaði rússneskan skóla
í heimspeki og trúarbrögðum, en hrökklaðist þaðan á
dögum Hitlers til Clamart í nánd við París, þar sem hann
hélt áfram líkri kennslu, nema hvað hann kenndi um
tíma við Sorbonne. Hann andaðist í Clamart 24. marz
1948.
Fjöldamargar bækur gaf hann út, sem jafnóðum voru
þýddar á enska tungu, eins og t. d.: The Destiny of Man,
Spirit and Reality og Slavei'y and Freedóm, allt mjög at-
hyglisverð rit. Jafnvel nú eftir dauða hans hafa komið
út ekki færri en þrjár bækur eftir hann á Englandi, nú
á síðastliðnu ári Truth and Revelation (Translated from
the Russian by R. M. French. Geoffrey Bles, London. 15s) •
Frelsi andans.
Berdyaev var fremur spámaður en heimspekingur. Sumt
í hugsunarhætti hans kemur vestrænum mönnum ókunn-
uglega fyrir sjónir, en einmitt fyrir þá sök er fróðlegt að
lesa rit hans. Þegar hann talar um sannleika, á hann t. d.
ekki fyrst og fremst við rétta þekkingu á einhverjum
ytra hlut. Sannleikurinn er hugmynd, sem lostið hefir
niður í sál mannsins frá æðra heimi, en kemur síðan til
að hafa umskapandi áhrif á líf hans og starf. Hið guðlega
líf er alltaf að berjast til valda í vitundarlífi mannsins,