Kirkjuritið - 01.06.1954, Side 19

Kirkjuritið - 01.06.1954, Side 19
BARÁTTUMENN 257 og er þetta hans raunverulega örlagastríð, sem hann verð- ur umfram allt að veita athygli. Ein af meginkenningum Berdyaevs fjallar um guðmenn- ið. Kristur er fyrirmyndin, hinn nýi Adam. Og eins og Guð birtist í Kristi, þannig á hann líka stöðugt að holdg- ast á jörðu í öllum mönnum. Fyrr er ekki takmarki hins mennska lífs náð. En það er ekki frelsun einstaklinganna fyrst og fremst og ekki heldur eitthvert fyrirmyndarríki á jörðu, þar sem hver maður á bíl, kæliskáp og útvarp, sem er takmarkið. Heldur er það eins konar upphafning bessa jarðneska lífs til guðmannlegs lífs, sem orðið gæti eins og himnesk symfónía í samanburði við ruddalegan jass hversdagsleikans. Um þetta ræðir nokkuð í einni af merkustu bókum hans: Freedom and the Spirit, er fyrst kom út í Englandi 1935, en hefir komið nokkrum sinnum út síðan (London, Geoffrey Bles. 12s 6d). Guðs samverkamenn eruð þér. Að skoðun Berdyaevs hafa ýmsir áhrifamenn vestrænn- ar kristni, eins og t. d. Ágústínus og Lúther, verið of tröll- riðnir af syndartilfinningu sinni. Ekki tjáir þó að ætla sér að hunza þann gamla með öllu. Honum verður alltaf að sýna tilhlýðilega kurteisi. En í stað þessarar sálsýkis- kenndu hræðslu við djöfulinn og ógnir vítis, er mönnum var áður innrætt, mundi það reynast farsælla að halda oaeira á lofti merki fegurðar og góðleika. Það að vera raennskur er einmitt í þessu fólgið, að vera gæddur frelsi °g skapandi mætti fram yfir skynlausar skepnur. Mesta vogsemd mannsins er það, að honum er ætlað að verða samverkamaður Guðs. Að vera að berja það stöðugt inn í hann, að hann sé réttlaus stórsyndari, fallinn og ger- spilltur garmur, sem ekkert verðskuldi nema helvítiseld, verður fremur til hrösunar en sáluhjálpar. Það getur ekki verið draumur skaparans, að koma sér upp þrælastétt. Enda væri harðstjórn á himni engu geðslegri en harð- stjórn á jörðu. Af öllum þrældómi, sem mannkynssagan

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.