Kirkjuritið - 01.06.1954, Page 20

Kirkjuritið - 01.06.1954, Page 20
258 KIRKJURITIÐ veit dæmi um, er sá verstur, sem lagður hefir verið á mennina í nafni Guðs. Frelsisþrá rússnesku þjóðarinnar er á sígildan hátt lýst í hinni frægu skáldsögu eftir Fyodor Dostoevsky: Kara- mazovbrœður, í frásögninni af rannsóknardómaranum mikla, sem lætur handtaka Jesú, er hann kemur til jarðar- innar á ný, og dæmir hann á bálið. ,,Þú þóttist ætla að gera mennina frjálsa," mælti hann, ,,en þetta frelsi hefir orðið okkur dýrkeypt. 1 f jöldamargar aldir erum við búnir að berjast við þetta frelsi þitt, sem mennimir hafa ekkert með að gera og nota sér aðeins til óþurftar. Nei, þá sá fjandinn betur: Gefið þeim brauð, og fyrir það eru þeir reiðubúnir að selja frelsi sitt og frumburðarrétt." I skap- gerð rannsóknardómarans er ofið þáttum úr hugsunar- hætti Jesúíta og kommúnista. Hann ímyndar sér, að hann vilji vel. En af því að mennirnir eru ekki frelsinu vaxnir, verður hann að taka sér einræðisvald yfir þeim. Allt er skipulagt: heimilislíf þeirra, störf þeirra og skemmtanir, hugsanir þeirra og vilji. Aldrei má hin algóða forsjón rannsóknardómarans af þeim líta, svo að þeir fari sér ekki að voða. Mennirnir verða að eins konar verkfæmm eða viljalausum vinnudýrum í höndum hinna útvöldu stjórnenda. Dostoevsky sá með skyggnum augum, hvað koma mundi í þeim þjóðfélögum, sem hættu að trúa á frelsi Krists, en féllu fyrir freistingum Satans í eyðimörk- inni. Dýrin en ekki mennirnir geta lifað af einu saman brauði. Benjamín Kristjánsson. ★ Nýr biskup á Finnlandi. Dr. G. Olof Rosenqvist prófessor í guðfræði í Ábo hefir nýlega verið kosinn biskup í Borgábiskupsdæmi. Hlaut lang- flest atkvæði við biskupskjör. Hann er í stjórn Kirknasam- bands Norðurlanda. Fæddur 1893.

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.