Kirkjuritið - 01.06.1954, Page 23
AFMÆLISDAGAR
261
Eftir kandidatsprófið gegndi
hann um hríð prédikunarstarfi í
veikindaforföllum prestsins að
Vallanesi, og framhaldsnám hans,
einkum í trúarsálarfræði, helgi-
siðafræði og kennimannlegri guð-
fræði benti til þess, að hann ætl-
aði sér að starfa í kirkjunni. Og
þótt atvik ráði því, að hann fór
inn á aðra braut, er hann kirkj-
unnar maður og má telja hann í
hópi presta.
Kona hans er Sigrún Sigurþórs-
dóttir og eiga þau þrjá syni og
tvær dætur, og auk þess eina fóst-
urdóttir.
Séra Giinnar Jóhannesson fimmtugur.
Séra Gunnar Jóhannesson er fæddur 7. júní 1904 að Hamri
í Laxárdal í Suður-Þingeyjar-
sýslu, sonur hjónanna Jóhannes-
ar Eyjólfssonar og Kristinar Jó-
hannesdóttur. Fluttist hann með
þeim að Fagradal á Hólsfjöllum.
Hann varð stúdent frá Mennta-
skólanum á Akureyri 1928 og
kandidat í guðfræði frá Háskólan-
um 1932. Gerðist hann þá prestur
í Stóra-Núps prestakalli með bú-
setu á Skarði og þjónaði um hríð
einnig Hrunaprestakalli.
Séra Gunnar er búhöldur góð-
ur. Hann er víðlesinn og þykir
ræðumaður mikill. Er einkum
tækifærisræðum hans við brugðið.
Kona hans er Áslaug Gunnlaugsdóttir og eiga þau 4 börn,
þrjár dætur og einn son.
Kirkjuritið sendir öllmn „afmælisbörnunum“ hugheilar
kveðjur og árnar þeim heilla í lífi og starfi.
Þórarinn Þórarinsson
skólasíjóri.