Kirkjuritið - 01.06.1954, Blaðsíða 30

Kirkjuritið - 01.06.1954, Blaðsíða 30
268 KIRKJURITIÐ það ekki þjóðfréttavert, þótt þrotinn gír eða brim við strönd hamli því, að barn eða gamalmenni fái mjólk í glasið sitt dag og dag í bili. IV. Kannske er það heimska eða aðeins þessi gamla sveita- mannsþrjózka eða þumbaraháttur, að vilja ekki gefast upp, að vera að halda við byggð svo fjarri Reykjavík, því að eflaust kæmist þjóðin af, þótt slíkir útkjálkar sem hér legðust í eyði, og slíkur útkjálkalýður hyrfi. En jafnhliða því, sem vér útkjálkabörn þybbumst við að standa upp og yfirgefa útskagana, erum vér líka nokkuð minnug á það liðna. Voru þeir ekki héðan af útkjálkanum, Vest- fjörðum, Jón Sigurðsson, Brynjólfur Sveinsson, Matthías Jochumsson, Jón Thoroddsen, Gestur Pálsson og hinir mörgu Eyjajarlar og ágætismenn Flateyjar og fleiri eyja- og nesjabyggða vestur hér, er hrundu af stað nýrri menn- ingaröldu um miðja öldina sem leið? Ég held enginn telji þessa menn lakari borgara en aðra. Og hver veit, hvað úr börnunum verða kann, sem nú eru að alast upp í fjörðum og dölum og á nesjum útkjálka Islands, hvort sem þeir vita í austur eða vestur. Ég veit, að ráðamönnum ríkis vors er mikill vandi á höndum. Það er og hverri móður, sem mörg á börnin. Það er hætt við, að það veiki fremur en styrki hamingju heimilisins, ef hún gerir upp á milli þeirra. öll greiðum vér i heimilis- sjóðinn, — leggjum fram vora litlu eða miklu krafta, eftir því sem hverjum er gefið — og verðskuldum því sem jöfnust gæði og aðstöðu til munaðar- og menningar- lífs. — Útkjálkinn má aldrei verða öskustóin, sem lítt er hirt um eða úrgangsruslinu er fleygt í. Skyldi landið og þjóðin mega fremur við því, að missa útkjálkana úr byggð en líkami vor að missa útlimi sína, hendur og fætur? Eru ekki þjóðarinnar ágætustu menn frá öllum stöðum jafnt, og engu síður úr þeim byggðum landsins, sem marg- ur vill sem skjótast vita í auðn? Er ekki núverandi utan-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.