Kirkjuritið - 01.06.1954, Blaðsíða 47

Kirkjuritið - 01.06.1954, Blaðsíða 47
FRÉTTIR 285 Með séra Þorvaldi Jakobssyni er fallinn í valinn einn af öiætustu prestum kirkjunnar og einn hinn lærðasti mennta- ftiaður lands vors. Ásgeir Ásgeirsson. * Erlendar fréttir. Alheimskirkjuráðið (World Council of Churches) Annað fulltrúaþing alheimskirkjuráðsins verður haldið í Evanston í Bandaríkjunum í ágúst n. k. Alls munu mæta þar um 500 fulltrúar frá 161 kirkjufélagi í 48 löndum, auk þess verða þar margir áheymarfulltrúar og sérfræðingar í ymsum greinum, æskulýðsleiðtogar og aðrir kirkjumenn. Áætlað er, að þingið sæki um 1200 manns. Forseta Bandaríkjanna hefir verið boðið að heimsækja þingið. Meðal dagskráratriða á þinginu er útiguðsþjónusta, sem haldin verður á opnu svæði í Chicago, er taka mun mn 100000 manns. Sennilegt er, að séra Bragi Friðriksson í Lundar, Man., Eanada, muni verða fulltrúi Islands á þinginu. Eity Temple endurhyggt. Margir kannast við hina frægu fríkirkju, City Temple í London, sem eyðilögð var í loftárásum á stríðsárunum. Var su kirkja þekktust fyrir hina frægu prédikara, er hún hafði a að skipa, þá dr. Parker, dr. R. J. Campbell, dr. Norwood og nú síðast dr. L. Weatherhead. Nú á að endurbyggja kirkjuna í sama stíl og áður, hefir Veríð safnað fé til byggingarinnar í nokkur ár og nú sem stendur er dr. Weatherhead á ferð í Bandarikjunum að vinna fyrir kirkjubyggingarmálið. — Dr. Weatherhead er afburða Pfedikari, og City Temple á vini víða um heim. ^ihlían og vísindamennirnir. 1 Israel hefir Biblían orðið mjög þýðingarmikil fræðibók í

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.