Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1955, Blaðsíða 12

Kirkjuritið - 01.01.1955, Blaðsíða 12
Til kirkjufundar og biskupsvígslu. Það er tvennt ólíkt, finnst mér, að ferðast, þegar nægur tími er til stefnu, eða þegar allt er komið í eindaga. Annað er skemmtun, hitt erfiði. Stjórnarfundur átti að hefjast í Sigtúnum kl. 11 að morgni þriðjudaginn 23. nóvember, en um nón daginn fyrir var enn ókomin frá Ameríku flugvélin, sem ég átti að fara með. Nokkru síðar kom vélin, og skömmu eftir miðaftan var hún lögð af stað áleiðis til Oslóar, og við kvöddum ljósadýrð Reykjavíkur. Eftir 7 stundir vorum við í Osló og skiptum þar um vél. Sú var lítil, sem við fengum, en hún klauf loftið af miklum dugnaði engu að síður, svo að klukkan að ganga 7 vorum við á flugvellinum í Gautaborg, eða 1—2 stundum áður en flug- vél færi þaðan til Stokkhólms. Voru nú allar horfur á, að ég næði fundinum í tæka tíð með því að fá mér bíl beina leið af flugvellinum til Sigtúna. Um kl. 9.30 lentum við á Bromma-flugvellinum fyrir norðan Stokkhólm. Var þar þá fyrir vinur minn, dr. Harry Johans- son, í bíl sínum. En hann er framkvæmdastjóri Kirknasam- bands Norðurlanda. Svo að ekki gat fundurinn hafizt fyrr en hann kæmi. Við ókum hratt innan um fallega skógarlundi, og bar hvít tré unaðslega við barrtrén grænu, og enn sló grænum lit á flatir. Klukkan var stundarfjórðung yfir 11, þegar við komum til Sigtúnastofnunarinnar. Og eftir andartak var ég kominn inn í fundarsalinn. Sögðu fundarmenn, að þetta gæti ekki talizt óstundvísi af þeim, sem kominn væri utan af íslandi. Danirnir komu einnig í þessu. Formaður stjórnar Kirknasambandsins er Manfred Björk- quist biskup, sem lét af biskupsembætti í Stokkhólmsstifti 1. október síðastliðinn, mikill íslandsvinur og mörgum íslending- um að góðu kunnur. Hann kom til íslands sumarið 1950, og

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.