Kirkjuritið - 01.01.1955, Page 16
14
KIRKJURITIÐ
fólk tók að streyma þangað löngu fyrr. Fylltust sætin, og
fjöldi manns stóð. Hefir söfnuðurinn alls verið um hálft fjórða
þúsund. Konungshjónin voru viðstödd.
Kirkjan ómaði öll af fögrum og máttugum tónum. Lék Henry
Weman á orgelið og stjórnaði söngnum.
Dómprófastarnir í Uppsölum og Stokkhólmi þjónuðu báðir
fyrir altari, og fór fyrst fram venjuleg guðsþjónusta. En 1.
sunnudagur í aðventu er einhver mesti hátíðisdagur sænsku
kirkjunnar, líkt og jól væru.
Dómprófastur Uppsala sté í stólinn og lagði út af guðspjalli
Erkibiskup og Stokkhólmsbiskup ganga fram hjá konungshjónunum.
dagsins, innreið Jesú í Jerúsalem, kvað hann vitnisburð kristn-
innar eiga að vera þrunginn fögnuði og bjartsýni.
Á eftir prédikuninni lýsti hann til hjónabands með ýmsum
brúðhjónum og bað fyrir þeim. Síðan minntist hann þeirra,