Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1955, Page 18

Kirkjuritið - 01.01.1955, Page 18
16 KIRKJURITIÐ kuldalega og af lítilsvirðingu á starf kirkjunnar og boðskap. Eru menn ekki farnir áð sjá, hve skelfilega það er ófrjótt þetta menningarlíf, þar sem menn skeyta ekki um Guðs orð, himin- inn né eilífðina? Það má finna merki þess, að dyr ætli að fara að opnast, sem hingað til voru læstar. Og það ætti sannarlega öllu öðru fremur að vera bænarefni vort þennan dag, að biskup Stokk- hólms fyndi opnar dyr fyrir orðið — að andlega endurnýjunin, sem vér væntum, mætti hefjast í höfuðborg landsins. Þeir tímar eru liðnir, er hagkvæmt þótti að fella úr fagn- aðarboðskapnum eða hagræða honum eftir hugsunarhætti manna. Sá boðskapur einn er nú tímabær, sem lætur fjötra þröngsýninnar bresta og veitir innsýn inn í heim, sem er allur annar, en verpur þó réttu skilningsljósi yfir þennan heim.“ Að vígsluræðu lokinni var lesið upp veitingarbréf konungs fyrir biskupsembættinu. Þá lásu aðstoðarmennirnir við biskupsvígsluna hver sinn Ritningarkafla. Mér var falið að lesa Lúk. 12, 48 b: „Af sér- hverjum, sem mikið er gefið, mun mikils verða krafizt, og af þeim, sem mikið hefir verið í hendur selt, mun því meira heimtað verða.“ Var lesið á fimm tungumálum: Dönsku, ensku, íslenzku, norsku og sænsku. Því næst las vígsluþegi upp trúarjátninguna og vann vígslu- heit sitt. Var hann síðan skrýddur biskupskápu og honum fenginn bagallinn, krossinn og mítrið. En á meðan söng Dómkirkju- kórinn. Fyll þinna hirða hjörtu, þú heilagi. Og kveik í þeim öllum þinn eilífa elskunnar loga. Þín stjórnar elska öllu, allar tímans raðir, leiðir til ljóss fyrir eining, hjá lýðum allar tíðir. Halelúja, halelúja. Þá lögðum við allir hendur á höfuð vígsluþega, og erkibiskup bað „Faðir vor“ og um anda og kraft frá Guði yfir biskupinn nýja. Og að síðustu lýsti hann yfir honum blessun Drottins. Þá var sunginn sálmur og leikin Fuga í Es-dur eftir Bach. En á meðan gengum við allir frá altari til skrúðhúss, og voru þeir erkibiskup og Stokkhólmsbiskup í fararbroddi. Skömmu eftir guðsþjónustuna gengum við í garð erkibiskups,

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.