Kirkjuritið - 01.01.1955, Síða 20
Sálmur
eftir Jóhannes Johnson, norskan trúboðsprest (d. 1916).
Eitt leiftrandi skin, ein lítil stund
er lífstíð vor hér á foldu.
Það breytir um menn sem lauf í lund,
er lifðu og dóm sinn þoldu.
Er þrýtur vort skeið, oss geymir gröf,
sem gleymist í kaldri moldu.
En — skapadóm holds ei hræðist eg,
þótt hann virðist ærið stríður,
í lífi og dauða’ eg veit minn veg, —
sú vissa mér rósemd býður;
hjá himnanna föður hús eg fæ,
því heitir mér Jesús blíður
Hann undan oss fór að fá oss stað
í föður síns dýrðarhöllum.
— Guðs vinir því mega vita það,
að vist er þeim fulltryggð öllum.
Þar sjáum vér Hann, sem hjartað ann,
og hrósum þá sigri snjöllum.
Þótt megi vor augu ekki sjá
þau indælu salarkynni,
í litrófi tára líta má,
Guð, líking af dásemd þinni;
og veginn oss sýnir Herrann hár
í heilagri kenning sinni.
Já, vegurinn, Jesú, það er þú, —
og þú ert oss lífið eina,
og óbrigðul standa orð þín nú