Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1955, Side 25

Kirkjuritið - 01.01.1955, Side 25
Elzta íslenzk kirkja í Vesturheimi. Eftir RICHARD BECK. Sumarið 1953 átti íslenzka landnámið í Norður-Dakota 75 ára afmæli, og er þar um að ræða meginbyggðir íslendinga í Pembina- og Cavalierhéröðum þar í ríkinu. Var þeirra merkis- tímamóta í sögu þessa stærsta landnáms íslendinga í Bandaríkj- unum minnzt með virðulegum og mjög f jölsóttum hátíðahöldum, bæði með sérsökum hátíðarguðsþjónustum í öllum sjö kirkjum hins fjölmenna byggðarlags, og einnig með fjölbreyttri og til- komumikilli landnámshátíð, er tengdi með mörgum hætti sam- an nútíð og fortíð, ekki sízt sögulega sýningin, sem brá upp svipmiklum leiftrum úr sögu íslenzka landnámsins á þeim slóð- um frá upphafi vega þess og fram til þessa dags. Margs var einnig minnzt á þessum tímamótum hinnar blóm- legu og söguríku byggðar. Þar höfðu íslenzkir landnemar háð harða en sigursæla brautryðjendabaráttu, og i hópi þeirra frum- herja, karla og kvenna, verið margir þeir, er hæst gnæfa í land- uámssögu íslendinga vestan hafs og settu mestan og varanleg- ustan svip á nýbyggðina og menningarbrag hennar. 1 þá ný- lendu eiga og rætur að rekja ýmsar þær stofnanir og menn- ingarstraumar, sem áhrifaríkastir hafa orðið í andlegu lífi Islendinga vestan hafs, og úr þessum íslendingabyggðum hafa Ég þakka prestunum, sem hingað hafa komið og gert þessa uthöfn tilkomumeiri en ella. — Það er sannarlega nýjung hér að sjá svona marga hempuklædda presta í hóp. Ég þakka þjóðminjaverði fyrir komuna og öll þau afskipti, sem hann hefir haft af málefnum kirkjunnar. °g að allra síðustu árétta ég þá kveðju, sem prófastinum, séra Eiríki Helgasyni, var flutt hér, og vænti þess, að hún verði borin honum af þeim, er fara heim til hans.

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.