Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1955, Side 26

Kirkjuritið - 01.01.1955, Side 26
24 KIRKJURITIÐ komið margir þeir menn og konur, sem hæst hefir borið í vestur-íslenzkum kirkjumálum og öðrum menningarmálum og aukið hafa á hróður íslands vestan hafs. Þá ber ekki sízt að geta þess, að innan vébanda þessa víð- lenda og sögufræga landnáms íslendinga er að finna elztu ís- lenzku kirkjuna í Vesturheimi, Víkurkirkju að Mountain, Norð- ur-Dakota, sem á 70 ára afmæli á þessu sumri, og sæmir því ágætlega að rekja að nokkuru sögu hennar einmitt í þessu riti, sem helgað er sérstaklega kirkjumálum heimaþjóðarinnar. En ekki þarf að fjölyrða um það, hve djúpum rótum vestur- íslenzka kirkjan lúterska stendur í jarðvegi kristni og kirkju- lífs heimalandsins, og, á víðtækara grundvelli, hve öll kirkjuleg starfsemi Vestur-íslendinga er tengd kirkjulífinu heima á ætt- jörðinni föstum og fjölþættum böndum; nægir í því sambandi að benda á, hve margir prestanna í báðum kirkjufélögunum vestur-íslenzku hafa komið „heiman um haf“, eins og enn er almennt sagt meðal íslendinga vestan hafs. Skal þá horfið aftur að byggingu og sögu elztu íslenzku kirkj- unnar þeim megin hafsins, og fer þá vel á því í byrjun þess máls að minna á afstöðu landnemanna íslenzku þar í landi til þeirra mála. „Heil er skrifuð hér, í plógsins letri, hálfrar aldar þeirra land- námssaga,“ sagði Þorskabítur skáld réttilega í kvæði um land- nemana á fimmtíu ára afmæli íslenzku byggðanna í Norður- Dakota. En saga landnemanna er eigi aðeins skrifuð eftirminnilega í víðlendum og frjósömum ökrum, þar sem áður var auðn; hún er letruð með mörgum öðrum hætti og minnisstæðum. Land- nemunum var það einnig fyllilega ljóst, að „maðurinn lifir ekki á einu saman brauði“, og því lögðu þeir þegar á fyrstu árum rækt við trúarlifið í byggð sinni, og andlega lífið á öðrum svið- um. Fyrstu íslenzku guðsþjónustu í Norður-Dakota flutti séra Páll Þorláksson 5. desember 1878, sama árið og byggðin var stofnuð. Ekki leið heldur á löngu þangað til hann stofnaði söfnuði meðal nýlendubúa, og var fyrsti söfnuðurinn stofnaður að Garðar 24. nóvember 1880; má enn fremur geta þess, að ritari stofnfundarins og fyrsti ritari safnaðarins var Stefán Guðmundsson, en svo nefndi Stephan G. Stephansson skáld sig

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.