Kirkjuritið - 01.01.1955, Qupperneq 27
ELZTA ÍSLENZK KIRKJA í VESTURHEIMI
25
á þeim árum. Viku síðar, 30. nóvember, var Víkursöfnuður að
Mountain stofnaður; en þriðji söfnuðurinn, að Hallson, var
stofnaður í ársbyrjun 1881, og síðan smám saman hver söfn-
uðurinn af öðrum annars staðar í nýlendunni.
Á stofnfundi Víkursafnaðar að Mountain hóf séra Páll máls
á nauðsyn kirkjubyggingar, kvað bráða þörf á, að menn eign-
uðust eitthvert samkomuhús fyrir guðsþjónustur og aðra nauð-
synlega mannfundi. Fremur fékk málið daufar undirtektir, en
samt var presti falið að gangast fyrir framkvæmdum, eftir því
sem að hann sæi sér fært. Eigi entist honum þó aldur til að
koma því máli 1 höfn, en hafði komið því á þann rekspöl, að
hann hafði látið fella mikið af eikartrjám og draga þau saman
á einn stað til væntanlegrar kirkjubyggingar. Áður en hann lézt
(í marz 1882, rúmlega 32 ára að aldri), gaf hann enn fremur
söfnuðinum grafreit á jörð sinni.
Frekari framkvæmdir í kirkjubyggingarmálinu biðu því eftir-
manns séra Páls, en það var séra Hans B. Thorgrimsen, er var
prestur Víkursafnaðar 1883—86 og aftur 1901—12. Ársfundur
safnaðarins, sem haldinn var 11. janúar 1884, samþykkti, að
ráðast skyldi í að reisa kirkju. Hófst kirkjusmíðin i apríl þá um
vorið og var lokið í ágúst þá um sumarið, og fyrstu samkomur
haldnar í kirkjunni það haust, þó að hún væri ekki formlega
vígð fyrri en í júní 1887.
Víkurkirkju, eins og hún var í sinni upprunalegu mynd, lýsir
sérá Friðrik Bergmann á þessa leið í hinni gagnmerku ritgerð
sinni „Landnám íslendinga í Norður-Dakota“ (Almanák Ó. S.
Thorgeirssonar 1902):
„Kirkjan var reist á grafreit þeim, er séra Páll hafði gefið
söfnuðinum. Hún var 28 fet á breidd, en 46 á lengd og rúmaði
hér um bil 200 manns. Enginn turn var á henni og húsið allt
mjög einfalt og óbrotið. En það var fyrsta kirkjan, er íslend-
ingar reistu 1 Ameríku. Og þótt sæti, altari og prédikunarstól
vantaði í hana í fyrstu, fannst fólkinu mikið hátíðlegra að halda
guðsþjónustur sínar þar en annars staðar."
Á þeim 70 árum, sem senn eru iiðin síðan þessi elzta kirkja
íslendinga í Vesturheimi var reist, hafa, að vonum, verið gerðar
ýmsar nauðsynlegar breytingar og umbætur á henni, og nýlega
var hún færð úr stað stutta vegalengd, en stendur þó enn á
hinni gömlu landareign séra Páls. Guðsþjónustur eru haldnar