Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1955, Síða 29

Kirkjuritið - 01.01.1955, Síða 29
ELZTA ÍSLENZK KIRKJA I VESTURHEIMI 27 Auk þeirra séra Páls Þorlákssonar og séra Hans Thorgrim- sen, sem þegar er getið, hafa þessir prestar þjónað Víkursöfn- uði: Séra Friðrik J. Bergmann (1886—1901), séra Kristinn K. Ólafsson (1912—1925), séra Haraldur Sigmar, dr. theol. (1926 —1945) og séra Egill H. Fáfnis frá sumrinu 1945 og þar til hann lézt í október 1953. Hafa allir þessir merkisprestar komið mjög við sögu Kirkju- félagsins og skipað þar leiðtogasess. Brautryðjendastarfi þeirra séra Páls og séra Hans hefir þegar verið lýst. Séra Friðrik Berg- mann var um langt skeið framan af árum einn af allra áhrifa- mestu forystumönnum Kirkjufélagsins, en hinir þrír hafa allir verið forsetar þess árum saman, séra Kristinn í samfleytt 20 ár. Fyrir stuttu síðan er tekinn við prestsþjónustu í Víkursöfnuði °g öðrum íslenzku söfnuðunum á þeim slóðum mikill hæfileika- maður, þar sem er séra Theodore B. Sigurðsson, sonur séra Jónasar A. Sigurðssonar skálds, er þjónaði íslenzkum söfnuðum þar í byggðum um all langt skeið snemma á landnámsárum. Má fyllilega ætla, að hinn nýi prestur fylgi vel í spor hinna mætu og kunnu fyrirrennara sinna í kennimanns sessi hinnar elztu íslenzku kirkju vestan hafs. Eigi er heldur að efa það, að safnaðarfólk muni minnast, með verðugum og virðulegum hætti á þessu sumri eða hausti, 10 ára afmælis þess sögulega guðshúss íslendinga í Vesturheimi, °g þeirra, er þar lögðu grundvöllinn að kirkjulegu starfi með fórnfýsi og framsýni. En hér eiga við spakleg orð Davíðs skálds Stef ánssonar: „Minning þeirra, er afrek unnu, yljar þeim, sem verkin skilja.“ Richard Beck. Athugasemd ritstjóra. Grein þessi hefir orðið að biða töluvert eins og fleiri greinar, sakir rúmleysis. Má vera að þetta komi fram á orðalagi á einstaka stað í greininni og eru lesendur beðnir að afsaka það.

x

Kirkjuritið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.