Kirkjuritið - 01.01.1955, Blaðsíða 31
BOÐSKAPUR BERANS
29
þú orðið, gef þig að því,
hvort sem það er vel-
komið eða óvelkomið,
vanda um, ávíta,
áminn með öllu lang-
lyndi og fræðslu. (2.
Tím. 4, 1.2).
Því þegi ég ekki. Hin
tékkneska alþýða veit,
h ver ég er. Ég hefi
ekki svikið þjóð mína
og svík hana aldrei, og
ég hefi kunnað að þola
ofsóknir. Þess vegna
tek ég til orða:
1. Ég særi yður alla
við hið dýrmæta blóð
bræðra vorra og systra;
sem úthellt var í fanga-
búðum og fangelsum.
7 7 7, Ég særi yður við tár og
Josef Beran, erkibiskup. .... ,, , ,
þjamngar tekkneskra
eiginkvenna og mæðra:
^ætið að yður! Ég veit, að þér viljið ekki stuðla að bræðra-
ýígum, en með þessu móti komizt þér ekki hjá þeim. fhugið
ábyrgð yðar!
Haldið uppi lögum og reglu! Allir samþykktu stefnu-
skrá þjóðnýtingarinnar sem meginreglu. Allir unnu að henni
°g vilja vinna enn. Á löglegan hátt nást varanlegri umbætur
en ella, jafnvel þó hinar róttækustu séu. Lesið mannkynssög-
una. Sannfærið yður.
3. Önýtið ekki erfðaskrá Tómasar Masaryks forseta né
verk Edvards Benesar. Þér sjálfir nefnduð annan Frelsandann
en hinn Byggjandann. öll þjóðin viðurkennir afrek þeirra.
k anþakklætið særir og hefir auk þess bölvun í för með sér.
Ég myndi óska þess, að hver og einn sæi inn í hjarta mér.
Eg hefi einlæga samúð með allri alþýðu, með allri þjóðinni.
Verða orð mín skilin græskulaust? Á það vil ég setja mína
von- Josef, erkibiskup í Prag.