Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1955, Blaðsíða 32

Kirkjuritið - 01.01.1955, Blaðsíða 32
Húsvitjanir. I febrúarhefti Kirlcjuntsbis er grein eftir Magnús pró- fessor Jónsson, er hann nafnir Húsvitjanir og kirkjusókn. Virðist mér greinin fremur hikandi og óákveðin,1) enda skilst mér, að hún muni aðallega rituð til þess að koma af stað umræðum um málið, en ekki til að flytja ákveðnar skoðanir höfundar. Þetta er mikið vandamál, og væri ósk- andi, að sem flestir vildu taka þátt í þeim umræðum. Sérstaklega eru það tvær spurningar, sem mér skilst, að höfundur óski svars við, og eru þær þessar: 1. Hvað veldur því, að kirkjusókn er svo lítil? 2. Hvernig á að fá fólkið til að sækja kirkju? Ég ætla mér ekki að svara spurningum þessum til nokk- urrar hlítar. En þar sem ég er alinn upp á þeim tíma, sem húsvitjanir voru taldar sjálfsagðar (fæddur 1875), virðist mér, að ég ætti að geta dregið nokkrar ályktanir af því, hvort húsvitjanir séu til nokkurs gagns eða ekki. En til þess verð ég að eyða nokkru máli. Foreldrar mínir voru bæði mjög trúuð og héldu fast við gamla trúarsiði og venjur. Þau héldu uppi reglulegum heima-guðsþjónustum. Var lesinn húslestur á hverjum ein- asta sunnudegi árið um kring. Var byrjað að lesa kvöld- lestra fyrsta vetrardag og þeim síðan haldið áfram til sumardagsins fyrsta. Bæði höfðu þau góða söngrödd, enda kunnu þau lög við hvern einasta sálm í sálmabókinni og Passíusálmunum. Var því alltaf mikill söngur með hverj- um lestri. Og undir eins og við krakkarnir uxum upp, urðum við að syngja með. Ekki get ég þó neitað því, að stundum þótti mér Passíusálmarnir nokkuð langir. Þó var hitt ennþá erfiðara, að enginn okkar mátti hreyfa sig eða gefa af sér hljóð, meðan á lestrinum stóð. 1) Mér koma þessi orð á óvart, því að ég hélt að grein mín væri frekar í hina áttina. M. J.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.