Kirkjuritið - 01.01.1955, Blaðsíða 33
HÚSVITJANIR
31
Fátt var til af bókum á heimilinu nema guðsorðabækur.
Til sunnudagslestra voru notaðar til skiptis Péturspostilla
og Helgapostilla, og stundum til tilbreytingar Miinsters-
hugleiðingar, og til kvöldlestranna Péturs-hugvekjur. Auk
þess, er ég nú hefi nefnt, var til Hallgrímskver og Sumar-
gjöfin. En sú bók var bæði andlegs og veraldlegs efnis. Og
auk þessara bóka auðvitað Biblían og Nýja testamentið.
Að lestrinum loknum urðum við krakkarnir undir eins
að fara að hátta, því að eftir það mátti enginn leika sér.
En þá fylgdist líka mamma vel með okkur, því að ekkert
okkar mátti sofna án þess að lesa bænimar, sem hún sjálf
hafði kennt okkur. Hún gekk frá rúmi til rúms, lagði
hendurnar yfir okkur og lét hvert einstakt barn lesa 2—3
vers eða bænir. Og oftast var endað á sama versinu, sem
minnir, að prentað sé í Sumargjöfinni. En það er á
þessa lund. Berðu nú, Jesús, bænina mína
blessaðan fyrir föðurinn þinn.
Legðu mér svo liðsemd þína,
að líti hann á kveinstaf minn.
Fyrir þitt heita hjartablóð
heyrðu mig nú, elskan góð.
Þér sé lofgjörð lögð og framin,
lifandi Guð um aldir, amen.
Á þessum árum voru húsvitjanir tíðkaðar. Ekki man ég
þó, hvort þær voru úrfallalaust á hverjum vetri. En ég
ætla hér að segja frá fyrstu húsvitjuninni, sem ég man
eftir. Er mér hún minnisstæð vegna eins smávægilegs
atviks, sem þá kom fyrir.
Foreldrar mínir voru þá nýlega flutt úr Bárðardal að
Hjalla í Reykjadal. Þá var einnig nýkominn ungur prestur
að Einarsstöðum, en þar var kirkjusókn okkar. Var það
séra Matthías Eggertsson. Enginn barnaskóli var þá til í
dalnum. Elzti bróðir minn var þá fermdur, og veturinn
áður en hann fermdist var tekinn kennari í tvær vikur
til að búa hann undir ferminguna. Nutum við yngri bömin
einnig nokkurs gagns af veru hans. Og nú var þessi elzti
bróðir látinn segja okkur til í lestri, skrift og reikningi.