Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1955, Blaðsíða 34

Kirkjuritið - 01.01.1955, Blaðsíða 34
32 KIRKJURITIÐ Nú fréttum viö, að ungi presturinn væri byrjaður á húsvitjunum, en ekki vissum við, hvenær hann myndi koma til okkar. Var nú um að gera að herða sig, þar til hann kæmi, og reyna þannig að verða okkur ekki til skammar, og var nú bæði hlakkað til og kviðið fyrir. Og svo kom loks presturinn einn bjartan sólskinsdag á góunni. Var honum auðvitað óðar fylgt til baðstofu og boðið sæti þar á einu rúminu, þvi að ekki var um önnur hægindi að ræða. Tók hann því með þökkum, og hóf svo óðar yfirheyrsluna og segir: — Nú! Þetta er stór hópur. Hvað eruð þið mörg? — Sjö, var svarað. — Hvað er það elzta gamalt? — Hann var nú fermdur í fyrra, og sá næsti á að fermast í vor. — Getið þið lofað mér að heyra Faðir vor? Þið kunnið það líklega öll? — Já! Og svo þuld- um við öll Faðir vorið. — Þetta er ágætt. En kunnið þið nokkuð af sálmum og bænum? — Þar kom hann heldur ekki að tómum kofunum. Lásum við öll vers og bænir, unz hann var ánægður. — Jæja, þetta er nú ágætt. En getið þið lofað mér að sjá skrifbækurnar ykkar? — Var það síðan gert, og þó að þar væri ekki um neina fegurðar- skrift að ræða, hafði hann ekki neitt út á hana að setja. — En hvernig er það með reikning? Getið þið reiknað fyrir mig eitt eða tvö dæmi? — Já, ef þau eru ekki of þung. Síðan skrifaði hann samlagningar- og frádráttar- dæmi á spjald, fyrst fyrir þá eldri, og þau voru rétt reiknuð. Og þá var nú röðin komin að mér. Fyrst skrif- aði hann létt samlagningardæmi, og það reiknaði ég rétt. Þá skrifaði hann frádráttardæmi, og það dæmi man ég enn í dag, því að ég gat ekki reiknað það. Dæmið var þannig: 789 235 Það var þetta ólukku strik á milli talnaraðanna, sem ruglaði mig. En ég var svo feiminn, að ég þorði ekki að spyrja prestinn, hvernig á því stæði. Ég hafði aldrei séð

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.