Kirkjuritið - 01.01.1955, Qupperneq 36
Bréf frá málflutningsmanni,
Það hefir komið fram, að nauðsyn væri að taka upp skriftir
innan kirkjunnar og hefir það mál verið nokkuð rætt og m. a. í
grein herra biskupsins í 1. hefti Kirkjuritsins 1954. í þessu sam-
bandi hefir þess verið getið, að almenningur muni nú á dögum
fyrst og fremst skýra læknum og þar næst prestum frá vand-
ræðum sínum í því skyni, að segja einhverjum hug sinn allan
og létta með því af sér fargi og svo væntanlega einnig að öðr-
um þræði í þeim tilgangi, að þessir menn leysi úr þeim vand-
ræðum, sem um er að ræða, eða bendi á leiðir til þess.
Mér kom það nokkuð á óvart, að þegar um það er rætt, til
hvaða manna, vandalausra, almenningur leitar, þegar um erfið-
leika er að ræða, þá skuli lögfræðinganna og þá sérstaklega mál-
flutningsmannanna vera hvergi getið. Nú er það svo, að lög
snerta með einu eða öðru móti flestar mannlegar athafnir, og
má því segja, að þeim, sem við slík efni fást, sé fátt mannlegt
óviðkomandi. Af því leiðir aftur, að lögfræðingar, og þá ekki
sízt praktíserandi lögfræðingar og dómarar, hljóti að kynnast
aðstæðum fólks í blíðu og ekki síst í stríðu á mjög fjölbreyttan
hátt. Praktiserandi lögfræðingar hafa það m. a. að atvinnu,
að leiðbeina almenningi um það, sem að lögum lýtur og leysa
úr einum og öðrum vanda. Nú er það margoft þannig, að sá
vandi, sem er á höndum, verður ekki á beztan hátt leystur með
því t. d. að leita til dómstóla eða einhverra annarra stjórnar-
valda, heldur verður að leita annarra ráða, ef málalokin eiga að
verða farsæl fyrir þann eða þá, sem í hlut eiga. Vandræði og
raunir manna eru oftast jafn margvíslegar eins og mennirnir eru
margir. Það er fágætt að hitta fyrir nákvæmlega sömu að-
stæður. Lífið er óendanlega fjölbreytt. Einstaklingarnir eru
hver öðrum ólíkir og búa fæstir við hið sama. Lausnarinnar á
tilteknum vanda er oft að leita í persónunni sjálfri fremur en
efnalegum aðstæðum hennar. Af því leiðir, að enginn praktiser-
andi lögfræðingur kemst hjá því að kynna sér, oft og tíðum,
sálarlíf þess, sem í hlut á, að nokkru marki, og verður það, með