Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1955, Page 37

Kirkjuritið - 01.01.1955, Page 37
BRÉF FRÁ MÁLFLUTNINGSMANNI 35 reynslunni, til að auka mjög á mannþekkingu þess, sem legg- ur öðrum ráð. Þegar leitað er til lögfræðings með einn eða annan vanda, verður hann að sjálfsögðu að kynna sér alla málavöxtu sem ná- kvæmlegast. Þegar um viðfangsefni er að ræða, sem varðar einkalíf persónu, verður þarna um einskonar skriftir að ræða og þær mjög ýtarlegar, oft og tíðum. Eitt af því, sem lögfræðingar hljóta að leggja mikla stund á, er að kunna að spyrja, ef ekki nægir að hlusta á þann, sem >,skriftar“. Ég veit auðvitað ekki, hversu greiðlega menn segja læknum og prestum hug sinn allan, en mér kæmi ekki á óvart, Þó ýmislegt yrði ósagt, ef þeir leggja sig ekki eftir að spyrja réttilega, því íslendingar eru dulir menn. Er á því mjög mikill uiunur, hve útlent fólk er opinskárra um allar aðstæður sínar en hérlendir menn, þó nokkur breyting virðist orðin á því á seinni árum. íslendingar sýnast í þessu eins og fleiru vera að vaxa frá hinni gömlu innilokun, og kemur þar margt til greina. Niðurstaðan af þessu hlýtur að verða sú, að margir lögfræð- lngar séu trúnaðarmenn almennings um persónuleg vandamál, en auðvitað er enginn sem getur fullyrt neitt um það, hvort slíkt er í meiri eða minni mæli en á við um aðra, svo sem lækna og presta. I þessu sambandi má geta þess, að afstaða lækna til almenn- lngs hefir nokkuð breytzt á seinni árum, og á það einkum við 1 þéttbýli. Áður voru til „húslæknar", sem svo voru kallaðir, °g voru þeir oft í senn læknar fjölskyldunnar, vinir hennar og ráðgjafar. Þessir læknar eru nú að mestu úr sögunni. í marg- rnenninu er fjölskyldan nú orðin númer í sjúkrasamlagi, sem hirða þarf um eftir settum reglum. Læknirinn er yfirleitt ekki orðinn jafnnákominn heimilunum eins og áður var. Til þessa Þggja gildar ástæður, og er ekki á læknana hallað, þó á þetta sé bent. Prestarnir virðast finna til þess, að bilið milli þeirra og fólks- lns hafi breikkað, og hugmyndin um að koma á skriftum inn- an kirkjunnar sýnist vera sprottin, að nokkru, af vitundinni um þetta. Einnig er að því að gæta, að með fjölbreyttara þjóðlífi og 1 margmennu þjóðfélagi verða persónuleg vandamál almenn- ings sífellt flóknari. Presturinn og læknirinn hafa ekki sömu

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.