Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.01.1955, Blaðsíða 42

Kirkjuritið - 01.01.1955, Blaðsíða 42
40 KIRKJURITIÐ prófastur hefir unnið þar, að þýða og semja alla textana. semja eitt lagið sjálfur, teikna nótna-handritið og búa það að öllu leyti undir ljósprentun, að kápunni meðtaldri. — þetta hefir verið mikið og vandasamt verk, en tekizt með miklum ágætum. Það er einnig auðséð, að séra Friðrik er bæði gott ljóðskáld og menntaður tónlistarmaður og tónskáld. Séra Friðrik A. Friðriksson, prófastur og söngstjóri, hefir ásamt konu sinni, frú Gerthrud Friðriksson, kirkjuorganleik- ara, unnið ómetanlega mikið og gott söngmenningarstarf á Húsavík í meira en 20 ár. — Hafa þau æft með hinum góðu kórum á Húsavík mikið af úrvals lögum, sem hafa vakið hrifningu áheyrenda. Mér er kunnugt um, að séra Friðrik hefir efni í 15—20 álíka stór hefti eins og hér um ræðir, þ. e. safn erlendra laga, sem eru allflest ókunn hér á landi, og hefir séra Friðrik þýtt textana. Hið nýútgefna hefti er því aðeins sýnishorn, en er, eins og áður er lýst, verulega eiguleg og kærkomin útgáfa úrvalslaga og ágætra texta, sem kórarnir munu gleðjast yfir að fá til æfinga. Ánægjulegt væri, að þetta 1. hefti seldist svo vel, að séra Friðrik sæi sér fært að gefa út fleiri hefti strax næsta ár. Því þessi lög, sem hann hefir heyrt og safnað að sér á hinum mörgu ferðum sínum víðs vegar um Ameríku og Evrópu, og hann hefir orðið svo hrifinn af, að hann hefir lagt í það að þýða textana, eru áreiðanlega ómetanlegur fengur fyrir ís- lenzka kórastarfsemi og söngmenningu. Mjög væri það æskilegt, að í næsta hefti yrði safn af helgi- söngvum (anthems), sem ég veit að kirkjukór Húsavíkur hefir sungið og hafa orðið mjög vinsæl hjá áheyrendum. — Efast ég ekki um, að hinir mörgu kirkjukórar myndu kaupa það hefti mjög mikið. Það er sannfæring mín, að kórar landsins muni sækjast eftir þessum heftum jafnóðum og þau koma út. Þakka ég svo séra Friðrik A. Friðrikssyni prófasti og söng- stjóra og kirkjukór Húsavíkur og karlakómum ,,Þrymi“ fyrir hina ágætu útgáfu, og hlakka til að sjá áframhaldið. SigurSur Birkis.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.