Kirkjuritið - 01.01.1955, Page 47
Fundur Kirkjuráðs.
Kirkjuráð kom saman til fundar í Reykjavík dagana 1.—5.
nóvember síðastliðinn undir forsæti biskups, en í því eiga sæti
auk hans, séra Jón Þorvarðarson og séra Þorgrímur Sigurðs-
s°n, kjörnir af prestum landsins, og Gizur Bergsteinsson hæsta-
réttardómari og Gísli Sveinsson fv. sendiherra, kjörnir af hér-
aðsfundum, og er Gísli varaforseti ráðsins.
Ráðið ræddi að þessu sinni mörg mál varðandi kirkju og
kristnihald. Má þar nefna meðal annars:
Ráðið mælti með því, að ráðinn verði prestur til þess að
gegna þjónustu í forföllum sóknarpresta og þar, sem brauð
eru prestslaus um stundarsakir.
Ráðið tjáði sig hlynnt því, að fenginn verði prestur til þess
að annast sálgæzlustörf í Reykjavík í samvinnu við lækna,
einkum meðal sjúkra manna, gamalmenna, fanga og þeir\a
annarra, er þarfnast hugarstyrkingar og hollra ráða.
Rætt var um nauðsyn á auknu samræmi varðandi helgisiði
°g framkvæmd helgiathafna í kirkjum landsins.
Ráðið taldi óviðunandi, að prestar og aðrir guðfræðingar
hefðu ekki að lögum fullkomin kennsluréttindi í kristnum fræð-
um í barna- og unglingaskólum landsins. Bæri að því að stefna,
að guðfræðilærðir menn hefðu þessa kennslu með höndum í
skólunum, þar sem því yrði við komið.
Varðandi lög um leigunám prestssetursjarða, samþykkti
kirkjuráðið svohljóðandi ályktun:
Kirkjuráð ítrekar samþykkt sína á fundi 23. febrúar 1952
um þetta mál og felur biskupi að vinna að því við kirkjumála-
ráðherra og alþingi, að lögum þessum verði breytt á þá lund,
að því aðeins sé heimilað að skipta prestssetursjörð eða skerða,
að fyrir liggi:
Meðmæli nýbýlastjórnar. — Meðmæli hlutaðeigandi prests,
sóknarnefndar og prófasts. — Samþykki skipulagsnefndar
Prestssetra, í fjórða lagi samþykki biskups.
Biskup las skýrslu Skálholtsnefndar og áætlanir um fram-
kvæmdir í Skálholti. Urðu um hana nokkrar umræður, en
engar ályktanir gjörðar.