Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1956, Blaðsíða 14

Kirkjuritið - 01.05.1956, Blaðsíða 14
204 KIBK JURITIÐ Fyrst er það að telja, að nokkru eftir stríðslokin fóru að ber- ast hingað til lands í allstórum stíl hin amerísku myndasögu- hefti, sem nefnd hafa verið „Crime Comics“, eins og áður var getið. í þessum heftum er textinn aukaatriði, en aðalefnið ógeðs- legar og afskræmilegar myndir af manndrápum, misþyrming- um og öðrum ofbeldisverkum. Þar eru drengnar fram af ótrú- legri hugkvæmni allar hugsanlegar aðferðir til að valda mönnum meini, og kvölum manna og dauðastríði lýst á ægilegan hátt. Óhrjáleg meðferð á líkum er einnig títt efni í þessum myndum. Yfirleitt er ekki um að ræða neinar söguhetjur, heldur eingöngu ofbeldisseggi, þar sem sá sterkasti og kænasti ber sigur úr být- um, en gys gert að meinleysi og góðvild. Fyrst í stað fengust myndablöð þessi hér í almennum bókaverzlunum, en síðar munu bóksalar hafa bundizt samtökum um að hætta innflutningi á þeim. Talsvert af slíkum myndaheftum berst þó enn inn í landið eftir öðrum leiðum. Þau eru aðallega eða eingöngu keypt af börnum. Eftir að draga fór úr innflutningi á framangreindum mynda- heftum eða hasardblöðum, hljóp skyndilega mikill vöxtur í út- gáfu glæpatímarita hér á landi. Á árunum 1953 og 1954 hófst m. a. útgáfa á fjórum slíkum tímaritum. Þau eru keypt bæði af unglingum og fullorðnum og virðast lifa góðu lífi. Innihald í smásögum þeim og frásögnum, sem þessi rit flytja, er að sjálf- sögðu nokkuð misjafnt, en um allan þorra frásagnanna er það að segja, að þar er um bókmenntasora á lægsta stigi að ræða. Sögurnar fjalla að meira eða minna leyti um morð, ofbeldi, pynd- ingar og sjúkt eða afbrigðilegt kynferðislíf. Það er gegn þess- um ritum, sem andúð almennings beinist nú sérstaklega, og samþykkt skólakennaranna, sem ég gat um, er einkum við þau miðuð. Loks má geta þess, að mikið er flutt hingað til lands af erlend- um glæpasögum, aðallega á ensku eða einhverju norðurlanda- málanna, og geta unglingar, einkum skólanemendur, keypt þær og lesið. Bækur þessar fjalla að jafnaði um morð og aðra glæpi, eins og titlar þeirra gefa venjulega til kynna. Er efni þeirra oft svipað og í smásögum tímaritanna, sem ég nefndi áður.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.