Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1956, Blaðsíða 40

Kirkjuritið - 01.05.1956, Blaðsíða 40
Zull kirkfa Maður er nefndur Helmuth Thielicke. Hann er 47 ára að aldri, lærður guðfræðingur og mikilsvirtur háskólakennari í Hamborg. En frægð hans sem prédikara vekur nú heimsathygli. Hann messar að öllum jafnaði einu sinni í mánuði í „Michel“. Það er stærsta kirkjan í Hamborg, tekur um 3000 manns, — og er mjög keppt um sætin. Sagt að þeir, sem ekki eru komnir hálftíma áður en messan hefst, geti ekki vænzt þess að komast inn. Thielicke fylgir öllum almennum kirkjusiðum og beitir hvorki sérstök- um áróðri eins og Billy Graham, né þrumar á götum og gatnamótum líkt og faðir Leppich, sem er víðkunnur kaþólskur verkamannaprestur. Thielicke leggur hins vegar höfuðálierzlu á, að boða verði kristindóminn með tilliti til vandamála nútímans, og með almennum nútíðarhætti. Hann fyrirdæmir allan „prédikunartón,“ og ræður hans minna helzt á leiðara dagblaðanna eða spjall þeirra um daginn og veginn. Efnislítið orðagjálfur eða strembna trúfræðifyrirlestra telur hann einskis virði. Heldur því fram, að fólk komi ekki í kirkju til að hlusta á prédikanir, nema það vonist eftir, að vandamál þess og þjóðanna séu tekin til umræðu og íhugunar. Thielicke er ljóst, að kirkjan á nú heiðinn hugsunarhátt við að stríða í öllum löndum. Hún er alls staðar orðin trúboðskirkja eins og í öndverðu. Verður því að fara svipað að og þá. Tala við alþýðuna á máli hennar og um mál hennar. Veldisár Hitlers opnuðust augu ýmissa kirkjulegra leiðtoga í Þýzkalandi fyrir þessum sannindum. Þá rættist sá spádómur Sörens Kierkegaards, að „kirkjan þarfnaðist ofsókna." Á þessum þrengingaárum fór fólk að sækja kirkju til þess að forvitnast um, hvort prestamir hefðu ekki eitthvað að leggja til málanna í vanda þess. Og eins til að sannfæra sig um; hversu prestamir stæðu vel á verðinum, hvort þeir reyndust trúir kristnum mál- stað, og hvort þeim héldist það þá uppi. Hvort hinn eða þessi væri ekki kominn í fangelsi, eða „horfinn". Einræðisstjórnin hratt þann veg kirkjunni til fólksins og rak fólkið i kirkjurnar. Og þá hétu margir prestanna því „að sofna ekki framar á verð- inum.“ Thielicke er einn þeirra. Hann hefir auk predikunarstarfsins gripið sérstaklega til eins ráðs 1

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.