Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1956, Blaðsíða 17

Kirkjuritið - 01.05.1956, Blaðsíða 17
VARNIR GEGN GLÆPARITUM 207 glæparitunum. Þessi hugmynd er vafalaust góð, og að þessu ætti að stefna í framtíðinni. En hér á landi mundi þetta vart koma til framkvæmdar á næstu árum. Enn má nefna þá tillögu, sem einnig hefir komið fram, að dreifingu glæparita yrði gert erfiðara um vik með því að leggja á þau sérstakan toll. Helzt gæti þetta komið til greina um inn- flutt rit og bækur, en vafasamt má telja, að unnt yrði í fram- kvæmdinni að aðgreina rit með þessum hætti í sérstaka tollflokka. Eftir er þá að nefna þá leið, sem róttækust er, en það er að banna að viðlagðri refsingu útgáfu, innflutning og dreifingu rita af því tægi, sem hér er til umræðu. Vitanlega væri æskilegast, að unnt væri að finna aðrar virkar aðferðir, sem gerðu slíka lög- gjöf óþarfa. Eins og getið hefir verið, hafa nokkrar þjóðir þegar lagt inn á þessar brautir, en öll sú löggjöf er enn svo ung, að ekki verður dæmt um hana af reynslunni. Sú spurning hefir vaknað, hvort ákvæði stjórnarskráa um rit- frelsi mundi standa slíkri bannlöggjöf í vegi. Ég geri ráð fyrir, að þeirri spurningu verði almennt svarað neitandi. Almenni lög- gjafinn hefir jafnan verið talinn liafa heimild til að ákveða, að vísu innan þröngra marka, að refsiverð skuli vera dreifing á rit- um, sem að efni til eru sérstaklega skaðleg eða lastverð. Þannig er t. d. um guðlast, klámrit og rit, sem hvetja menn til lögbrota. Aftur á móti mundi fyrirfram gerð opinber ritskoðun, líkt og á sér stað um kvikmyndir, ekki koma til greina. En þó að löggjöf, sem legði bann við útgáfu og dreifingu slíkra rita, sem hér eru til umræðu, yrði ekki talin brjóta í bága við stjórnarskrárákvæði, þá mundi samt sem áður verða mikið alitamál, hvort unnt yrði að gera hana þannig úr garði, að hún næði tilgangi sínum. Ég þarf vart að taka það fram, að glæparit þau og glæpa- 'nyndahefti, sem ég hefi áður lýst, eru mjög fjarri því að hafa nokkurt gildi, hvorki frá bókmenntalegu né listrænu sjónarmiði. En í sambandi við lagasetningu um þetta efni mundi það þó verða aðal vandamálið að lýsa ritum þeim, sem lögin ættu að taka til, með svo glöggu og afmörkuðu orðalagi og skilgreiningu, að ekki væri sérstök hætta á því, að síðar yrðu dregin undir

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.