Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1956, Blaðsíða 27

Kirkjuritið - 01.05.1956, Blaðsíða 27
KRISTILEGT STABF (Xlr brcfi (rá scra Braga Jriórikssyni iil Á, Q.) Við höfum nú í undirbúningi sérstaka vakningarviku, sem á að hefjast 6. maí í vor. Mun hún fara fram samtímis í Árborg, Riverton og Gimli. Fengnir verða þrír prestar að til að prédika. Munu þeir hafa samkomur frá sunnudegi til fimmtudags, hvert kveld. Það fellur að mestu í minn hlut að undirbúa þetta, og stærsti þáttur undirbúningsins er að skipuleggja hinar ýmsu nefndir innan safnaðanna, sem taka þátt í undirbúningnum og einkum fá fólk til að fara í skipulagðar heimsóknir vikuna á und- an samkomum, til að bjóða fólki og hvetja til að koma til kirkju °g taka þátt í kirkjulegu starfi. Við höfum fengið hinar beztu undirtektir fólks og geri ég mér vonir um góðan árangur þessa starfs. Skal skýra þér nánar frá þessu síðar. Sömuleiðis hefi ég í undirbúningi sérstök námskeið fyrir börn í kristnum fræðum. Þetta nefnist á ensku Vacation Schools, og er þetta eitthvað það bezta sem ég hefi kynnzt, til að ná til barna í sveitum og kauptúnum. Það er ætlun okkar að koma slíkum námskeiðum á í flestum söfnuðum kirkjufélagsins næsta sumar. Námskeiðið stendur yfir í tíu daga, og er kennt um tvær stundir í einu. Sérstakt kennsluefni er undirbúið fyrir námskeiðin fyrir hörn á ýmsum aldri. Fengnir eru kennarar innan safnaðanna til að hjálpa til við kennsluna, og hefi ég fengið prýðilega reynslu af þeirri hjálp meðal fólksins. Einnig er það ágæt leið til að fá fólk til að taka þátt í kristilegu starfi. Á námskeiðunum fer sam- an nám og leikur. Sunnudagarnir, sem inn í falla, eru tilvaldir til guðþjónustuhalds fyrir böm og fullorðna. Eg minnist sérstak- lega á þetta hér, því að ég er viss um, að starf sem þetta gæti orðið mjög árangursríkt heima í sveitum og kauptúnum á sumr- um, er mörg börn eru þar saman komin um sumartímann. Hefi ég í hyggju að rita ýtarlega um þetta í Sameininguna í sumar, með að-

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.