Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1956, Page 33

Kirkjuritið - 01.05.1956, Page 33
NOKKUR ORÐ UM KIRKJU OG KIRKJUSÖNG 223 af anda hans og vilja, og starfa sterk og óháð samkvæmt guð- íegri köllun sinni. Það er kirkjunnar réttur og skylda. En til þess að svo megi verða, þarf kirkjan að hafa fullt sjálfs- forræði og yfirráðarétt yfir sínum eigin málum. Ef kirkjan á að halda áfram að vera þjóðinni hér eftir það, sem hún hefir verið hingað til, þá hefir hún vissulega miklu og dýrmætu hlutverki að gegna, sem þjóðin má sízt af öllu án vera. Aldrei, held ég, að það hafi verið eins dýrmætt að fá að til- heyra kristinni kirkju eins og nú á tíma. Kirkjan á að vera ríkiskirkja, vernduð og studd fjárhagslega eftir þörfum, án íhlutar- eða yfirráðaréttar frá ríkisstjórn yfir málefnum hennar. Kirkjan á að vera hjartfólgin þjóðkirkja, elsk- uð og virt, með þökk og þjónustustarfi, í hverjum söfnuði. En fyrst og fremst á kirkjan að vera leiðtogi og fræðari hinna ungu. Svo að þegar Guði vígð æskan á að ganga til starfa og þroska- áranna, þá rati hún inn í helgidóm þegnskyldu og lýðfrelsis, til þess að gjalda ættjörðinni fósturlaunin og Guðs kristni það, sem skvldugt er. Arndís Þorsteisdóttir. Gamli presturinn. Þé var hann ungur, er hann eiðinn vann. Nú er hár hans snjóhvítt. í þögn og kyrrð hlúði hann ár frá ári að sæði nægjusemi og friðar. Hempan hans er alltaf að trosna, og liann staglar hana með nýjum þræði. Hann ýmist eigrar um eða situr fyrir. Og þannig fjarar líf hans út. Tu Hsun Hao (G. Á.)

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.