Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1956, Blaðsíða 16

Kirkjuritið - 01.05.1956, Blaðsíða 16
206 KIRKJURITIÐ IV. Ef lagt er til grundvallar, að lestur barna og unglinga á um- ræddum ritum sé þeim svo skaðlegur, að nauðsynlegt sé að veita viðnám og gera ráðstafanir til að koma í veg fyrir þá hættu, sem af því stafar, þá verður næsta spurning, hvaða leið eða leið- ir séu heppilegar eða færar. í því sambandi hafa margir mögu- leikar verið ræddir, og í sumum löndum liefir þegar verið sett löggjöf um sérstakar ráðstafanir í þessu skyni, eins og áður var drepið á. Ég mun nú í stuttu máli nefna þær leiðir, sem helzt hafa þótt koma til greina. Oft heyrist sagt, að það sé á verksviði foreldra og skólakenn- ara að vernda börn fyrir óhollum áhrifum af lestri siðspillandi rita. Auðvitað ber foreldrum og kennurum að gera það, sem þeim er unnt í þessu efni. En geta þeirra nær skammt, ef ritin eru í umferð í stórum stíl og hvarvetna fáanleg. Börn og ungling- ar mundu þá venjulega eiga auðvelt með að ná í þau, a. m. k. í kaupstöðunum, og gætu látið þau ganga á milli sín í laumi. Af sömu ástæðum má ætla, að bann við sölu á ritunum til barna og unglinga innan tiltekins aldurs mundi koma að litlu gagni. Ymsir hafa lagt það til, að hafinn yrði sterkur áróður gegn sið- spillandi ritum, ef til vill með aðstoð ríkisvaldsins. Sú leið gæti sjálfsagt orðið að nokkrum notum, einkum í sambandi við aðrar virkar ráðstafanir. Þá hefir þótt æskilegt, að útgefendur bóka og bóksalar gengj- ust fyrir því með frjálsum samtökum, að glæparitum væri út- rýmt af bókamarkaðinum, t. d. þannig, að þeir neituðu að gefa út eða selja rit, sem sérstök nefnd, kosin af þeim, teldi óhæf til dreifingar. Eins og áður var nefnt, munu bóksalar hér á landi hafa ákveðið að flytja ekki inn amerísku glæpamyndaheftin. Þessi leið gæti orðið áhrifarík, þó að ekki sé þess að vænta, að hún yrði einhlít. Sú leið hefir einnig verið nefnd, að ríkið ætti að gangast fyrir eða stuðla að útgáfu góðra og hollra bóka, þar á meðal mynda- söguhefta, sem börn og unglingar gætu fengið lánuð frá skóla- bókasöfnum. Við það mundi draga úr eftirsókn þeirra eftir

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.