Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1956, Blaðsíða 36

Kirkjuritið - 01.05.1956, Blaðsíða 36
KRISTNIR ÁHRIFAMENN 3 Ptus páfi 12. Að tali kaþólskra manna er hann 262. Rómarbiskup, og á þá Pétur postuli að hafa verið sá fyrsti. Þetta er hæpin sagnfræði. Hitt er áreiðanlegra, að Píus 12. verður lengi í minnum hafður fyrir margra hluta sakir, og ekki er annar andlegur höfðingi nú valdameiri. Fáir eða engir veraldlegir heldur. Áhangendur hans eru taldir 458,6 milljónir. Hann heitir fullu nafni Eugenio Maria Giuseppi Giovanni Pacelli. Fæddist í Ponte, útborg llómar við Tiber. Faðir hans var lögfræðingur í þjónustu páfastólsins, dável efnaður. Eugenio gekk fyrst í einkaskóla. Snemma bar á því, að hann væri hneigður til málanáms og sagnfræði. Talar nú reiprennandi 7 tungumál og er undrafróður um margs konar menn og málefni. Fyrstu messu sína söng hann í Maggiorekirkju í Róm á páskum 1899. Hafði höfuðbiskupinn í Antiokkiu vígt hann daginn áður. Gasparri kardínáli, sem þá var nokkurs konar aðstoðarkirkju- málaráðherra páfastólsins, leizt þessi ungi klerkur líklegur til góðra hluta og gerði hann aðstoðarmann sinn. Síðar tók Pacelli við embættum Gasparris, þegar hann lét af þeim. í sambandi við fráfall Viktoríu Englandsdrottningar fór Pacelli sem sendimaður Leós 13. til Lundúna. Var það hans fyrsta utanferð. Hann fór til sömu borgar í tilefni af konungskrýningu 1911. Þá var það víst, að blettur kom á heiðursskjalið, sem hann hafði meðferðis. Pacelli brast ekki úrræði. Hann stækkaði blettinn, svo að hann náði um allt skjalið. Og þótti það nú enn fínna en áður. Þá þáði hann enskt heiðursmerki, sem enginn páfi hefir áður borið. Mestan hug hafði Pacelli á því að gerast prestur. Var og nokkurs konar sjálfboðaprestur og kenndi við sunnudagaskóla i Róm nokkur ár. En honum var ekki sleppt úr utanríkisþjónustu páfastólsins, og senn falið þar hvert embættið og hver sendiförin annarri mikilvægari og tignari.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.