Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1956, Blaðsíða 37

Kirkjuritið - 01.05.1956, Blaðsíða 37
PIUS PAFI 12. 227 Fyrri heimsstyrjaldarárin vann hann mikið að fangaskiptum, einkum þeirra, er sjúkir voru og örkumla. 1917 sendi Benedikt 15. Pacelli með friðarboðskap sinn til Múnchen. Jafnframt var hann vígður sem nafnbiskup í Sardes. Haft er eftir Vilhjálmi 2., að þessi páfalegáti væri „fyrirmynd kirkjufursta", en ekki vildi keisari hlýðnast boðskap hans. Síðan d\ aldi Pacelli í Þýzkalandi rúm 10 ár, og fór virðing hans sívaxandi, enda var ekki aðeins glæsileik hans viðbrugðið °g samningalipurð, heldur reyndist hann fastur fyrir, og frábær að hugrekki, á byltingartímum. Við burtför hans, er þetta haft eftir Hindenburg kanslara: „Þýzkaland mun aldrei gleyma hlut yðar að því að friða land vort“. Kardínáli 1929. En „forsætis- og utanríkisráðherra“ páfastóls- ins 1930. Sixtus 5. lét svo um mælt um þann mann, er því em- bætti gegndi: „Hann verður að vita allt, skilja allt, en segja ekkert.“ 1934 varð hann jafnframt „kamerlengo“, en sá, er ber það tignarheiti, skipar forsæti kardínálanna, þegar nýr páfi er valinn. Sá galli var á þeirri gjöf Njarðar að sumra áliti, að svo var talið að kamerlengo yrði aldrei valinn páfi. Því að ekki hafði það tiðkazt um tveggja alda skeið. Fyrstu árin, sem Pacelli gegndi þessum næstæðstu embættum innan kaþólsku kirkjunnar, gætti lítt stefnu hans. Hann fylgdi trúlega fordæmi Gasparris fyrirrennara síns og læriföður. Lagði stund á friðinn, en sýndi þó óbifanlega festu gegn því, er braut 1 bág við kenningu kirkjunnar. Og lét engan andstæðing kúga sig, ef í odda skarst. En brátt hófust ýmiss konar ýfingar og deilur með honum og einræðisherrunum í Þýzkalandi og Ítalíu, °g ekki leit hann guðleysisstefnu rússnesku valdhafanna hýru auga. 1936 ferðaðist hann til Ameríku. Hafði svo tiginn kirkjuhöfð- ingi aldrei stigið þangað fæti fyrr, enda var honum vel fagnað. Varð líka þá og jafnan vel til vina. Staðgengill páfa var hann a ýmsum heimsmótum. Píus 11. lézt 10. febrúar 1939. Þrátt fyrir alla spádóma var Pacelli „kamerlengo" kosinn páfi í þriðju umferð með öllum alkvæðum, að sínu eigin undanskildu.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.