Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1956, Blaðsíða 25

Kirkjuritið - 01.05.1956, Blaðsíða 25
PISTLAR 215 Ætli að vér óskum þess raunar ekki öll að vita fyrst og fremst það sannasta í hverju máli og fá sem beztar og greinilegastar tillögur um lausn hinna ýmsu vandamála? Það þótti ærið illt hér einu sinni, þegar kunnur justitiarius var sagður hafa að jafnaði tvær skoðanir, Hitt er þó verra, ef vér vesalir kjósendur heyrum kannske fimm frásagnir um sömu staðreyndirnar, eftir því hvaða flokksmaður talar. Eg ætla, að þjóðin taki þeim öllum bezt á baráttuvelli stjórn- málanna, sem drengilegast og prúðmannlegast flytja mál sín, og enginn vænir þess að halla viljandi réttu máli. Þess er oss og þörf, svo fámennir sem vér erum, að slíta ekki sundur friðinn meir en þörf gerist, því að ærinn er vandinn við að fást bæði innanlands og á alþjóða vettvangi í nútíð og framtíð. Gunnar Árnason. Kjarnar. I hliði eilífðarinnar haldast hvítir menn og svartir innilega í hendur. — Beecher-Stowe. Það eru til tvenns konar smámunir: Þeir, sem þú getur ekki án verið, og hinir, sem þú ert of mikill til að leggja hugann að. — Óþekktur liöf. * * * Umburðarlyndi er lítilsvert, ef það nær ekki til þeirra, sem eru umburð- arlitlir. — /. /. Jansen. Ég hlustaði eftir góðum undirtektum, en heyrði aðeins dynjandi lófa- klapp. — F. Nietzsche. * * Ég hefi heyrt margar áferðarfagrar og óskaðlegar prédikanir, en fáar, seni hafa gert mér ljóst ágæti kristindómsins. — Fog biskup.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.