Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1956, Qupperneq 28

Kirkjuritið - 01.05.1956, Qupperneq 28
218 KIRKJUBITIÐ stæður heima í liuga, því að hér er víða um mjög líkar aðstæður að ræða, byggðir og fólk líkt. Ég gladdist mjög að þeirri ákvörð- um Kirkjuráðs að setja mann til eftirlits með kennslu í kristnum fræðum í skólum. Það er hið þarfasta verkefni. Kirkjan ætti raun- verulega að hafa alla umsjón með slíku og þá kennslu fyrir kenn- arana líka. Ég hefi með tilliti til starfs heima síðar safnað að mér ýmsu efni fyrir kennslu í kristnum fræðum, m. a. hefi ég keypt ýmsar myndræmur (filmstrips), sem nú ryðja sér mjög til rúm sem hjálpargögn, enda eru þessar ræmur mjög skemmtilegar á allan hátt. Mundi það ekki fjarri, að kirkjan heima, eða ein- hverjir aðilar innan hennar söfnuðu saman slíku, og væri þá hægt að lána þetta út til presta. Myndir þessar eru ekki mjög dýrar, en koma að miklu gagni við nám. Sérstaklega reynist mér þetta vel við undirbúning fermingarbarna. Góðar skýringar fylgja myndunum og stundum hljómplötur, og væri auðvelt að lesa efni þeirra inn á plötur eða segulband í íslenzkri þýðingu. Láttu mig vita, ef ég gæti orðið að liði í þessu efni. Auðvitað mun mitt safn verða til reiðu, er ég kem heim. Móðurlaun. Hér hvílir hún móðir mín. „Sá, sem er trúr til dauðans, skal hólpinn verða“. Já, — þú varst trú til dauðans. Aldrei lifðir þú sjálfri þér. Alla ævi vannstu möglunarlaust með trúmennsku og nægjusemi í húsi þínu, sem var musteri þitt. En sorg og söknuður voru laun þín. Enginn mælti þakkar- orð í eyra þér. En þeir, sem nutu verka þinna, þeir gleymdu þér. Jú, jafn- vel þeir gleymdu þér einnig, sem áttu þér líf sitt að launa. Stundum horfð- ir þú undrandi á okkur, og í næturkyrrðinni, þegar allt var orðið hljótt og allir aðrir sváfu, vættu tár vonbrigðanna vanga þína. Samt sem áður möglaðir þú ekki, heldur vannstu sérplægnislaust, meðan dagur entist. Nú ertu sæl, því að þú hefir hlotið hvíld. En mér, sem gleymdi þér, — mér er nú alit í fersku minni. Og á einverustundum leita ég leiðis þíns og ber þar fram bænir mínar frammi fyrir þögulli endurminningu þinni. Ame Garhorg.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.