Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1956, Blaðsíða 39

Kirkjuritið - 01.05.1956, Blaðsíða 39
PÍUS PÁFI 12. 229 öllu eru góðviljaðri, né líklegri til blessunarríkra áhrifa um heim allan. Alla sína ævi hefir Píus 12. verið afburða starfsmaður, enda komið ótrúlega miklu í verk, ekki sízt á sínum efstu árum. Eng- inn skvldi halda að hinar árlegu heimsóknir, sem nema hundr- uðum þúsunda manna, taki lítið á hann. En ljúfmennsku hans við slík tækifæri er viðbrugðið. Hann lætur hvern mann finna, að hann gæti hans og beri umhyggju fyrir honum. Enginn er sagður kunna betur að hlusta á annarra mál. En einnig er hon- um sú list lagin að einbeita huga sínum að hverju verkefni, og lýsa skoðun sinni og niðurstöðu ljóst og ákveðið í stuttu máli. Helzta hvíld páfa og hressing er að reika um Vatikangarðinn ákveðna stund daglega, og dvelja að sumrinu nokkurrar vikur á sveitasetri sínu Castelgandolfo. Síðustu árin hefir páfinn verið heilsuveill, var meira að segja kominn í dauðann, en læknaðist að því er virðist á yfirnáttúr- legan hátt. Og þótt hann sé áttræður, ann hann sér ekki neinnar hvíldar. Godfrey erkibiskup sagði eitt sinn um Píus 12.: „Auk þess að vera stórgáfaður, er hann ákaflega aðlaðandi og töfrandi í framkomu, og allra manna hreinskiptastur, eins og allir kunn- ugir vita.“ Og Joseph Dinneen kveður svo að orði: „Þjóðirnar feita til hans sakir þess að þær vita, að honum er treystandi . Því verður ekki neitað að páfinn er eins og maður, sem stend- Ur á fjallsbrún. Þess vegna er kirkjunni allri það mikil nauðsyn, að slikir menn séu sannkallaðir lærisveinar Jesú Krists. Píus 12. er efalaust ekki sannhelgur, en enginn, sem þekkir sögu hans, mun neita því, að hann vilji lúta meistaranum frá A'azaret og rvðja honum braut í heiminum. G.Á. Þýzkur rithöfundur liefir sagt: „Þegar bæjarmenning og sveitamenning ekki hjá því farið, að önnur líður undir lok.“ Hvar erum við vegi staddir í þessum efnum? raætast, getur Islendingar á

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.