Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1956, Qupperneq 42

Kirkjuritið - 01.05.1956, Qupperneq 42
Avarp iil Úslmdinga Áfengisnautnin er í dag eitt mesta vandamál flestra þjóða heims. Af völdum áfengis deyja árlega tugþúsundir manna, áfengið hefir gert margar milljónir manna að andlegum og líkamlegum aumingjum, áfengið er und- irrót afbrota í stórum stíl. Það eyðileggur lífshamingju milljón manna og grefur undan siðgæði og manndómi æskulýðsins. Árlegt tjón mannkyns- ins af völdum áfengis verður ekki metið til fjár. Áfengisbölið er eigi síður vandamál íslenzku þjóðarinnar en annarra þjóða. Til að afsaka andvaraleysi í áfengismálunum er að vísu oft á það bent, að margar þjóðir drekki meira en íslendingar. Sú röksemd er harla léttvæg, því að fordæmi annarra eru þá aðeins til eftirbreytni, að þau hvetji til framfara og aukins þroska. íslendingar eru smáþjóð, en með því að rækta með sér menningu, siðgæði og manndóm getur hún orðið jafnoki stórþjóða og jafnvel staðið þeim miklu framar í öllum efnum, sem gefa lífinu mest gildi. Sú menningarsókn mun þó reynast torveld, ef vér vörpum ekki áfenginu fyrir borð. Hvarvetna blasir við augum vorum það mikla tjón, sem áfengið veldur þjóð vorri. Alvarlegust er vaxandi áfengisnautn æskulýðsins. Margur mann- vænlegur æskumaður eyðileggur glæstar framtiðarhorfur. Samkvæmislífið er spillt. Ölvun ökumanna veldur árlega mörgum slysum. Flest afbrot eru framin undir áhrifum áfengis. Margvíslegt siðleysi fyigir í kjölfar drykkju- skaparins. Mörg heimili eru lögð í rústir. Þetta er ekki falleg mynd, en hún er því miður sönn. íslenzka þjóðin hefir ekki efni á að fórna manndómi og siðferði bama sinna á altari Bakk- usar. Þjóðin verður að snúa sér af alvöru að því að uppræta áfengisbölið og ómenningu drykkjuskaparins. Með stofnun Landssambandsins gegn áfengisbölinu hafa öll helztu menn- ingarsamtök þjóðarinnar tekið höndum saman í því skyni að vinna gegn hin- um skaðlegu áhrifum áfengisnautnarinnar og glæða skilning alþjóðar á þvi alvarlega böli, sem áfengið veldur. Tuttugu og tvö félagssambönd hafa gerzt aðilar að Landssambandinu gegn áfengisbölinu, og er meiri hluti þjóðarinnar innan þessara samtaka. Landssambandið gegn áfengisbölinu er þannig langfjölmennustu félagssamtök, sem stofnað hefir verið til hér a landi.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.