Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1956, Qupperneq 45

Kirkjuritið - 01.05.1956, Qupperneq 45
ERLENDAR FRETTIR 235- lyfjanautn unglinga og sífjölgandi afbrotum af þeim sökum. — Einnig í Bandaríkjunum og Englandi er mikið rætt um vandamál æskunnar. Ahrif heimsstyrjaldanna og ríkjandi efnishyggja leyna sér raunar hvergi. Carlo Gnocchi kaþólskur klerkur í Milano er nýdáinn úr krabbameini,. 54 ára að aldri. Hann var þegar í lifanda lífi kallaður „engill barnanna“ enda liefir bann á undanförnum árum hjálpað þúsundum barna, sem verið hafa munaðarlaus, eða örkumluð af völdum heimsstyrjaldarinnar. Þá var hann herprestur og vígvöllunum gat hann ekki gleyrnt né bænum hinna deyjandi hermanna, er hrópuðu: „Dom Carlo, annastu börnin okkar!“ Hinzta ósk Gnocchi var sú, að augnhimna hans yrði grædd á augu einhverra unglinga, sem blindazt höfðu. Og var það gert. „Þessi augu, sem sáu nóg af stríðinu til að greina samfélag mannanna“, eins og hann kvað að orði. Nýjar katakombur hafa fundizt í Róm. Er þar margt merkilegt að sJa> t. d. mynd af líkkrufningu frá því skömmu eftir Kristburð. +—— --------------------f — — — ] Tnnbndor fréttir |--------------------------------- +—„„—„„—„„—„„—„„—„„—„„—„„—„„—„„—„„— Danir hafa ákveðið að gefa orgel í fyrirhugaða kirkju í skálholti. Norðmenil Og Svíar safna nú tiJ kirkjuklukkna í Skálholti, sem þeir rounu gefa þangað í sumar. Gjöf til Prestsbakkakirkju. Systurnar Jónína Gróa Pétursdóttir og; hristjana Halla Pétursdóttir á Kjörseyri í Hrútafirði færðu sóknarkirkju sinni að Prestsbakka eitt þúsund krónur að gjöf á afmæli sínu, 16. nóv. s. 1. Gjöf þessi er til minningar um foreldra þeirra, Pétur Jónsson bónda og kaupstjóra a Borðeyri og konu hans, Valgerði Jónsdóttur, sem bæði eru látin. Upphæð þessi á að vera stofnfé sjóðs, sem geymdur verði á vöxtum og aukinn til org- elkaupa fyrir Prestsbakkakirkju. Hagur Fríkirkjusafnaðarins í Reykjavík stendur með blóma. — Kirkju hans hafa borizt margar góðar gjafir þ. á. m. magnari og 15 hlust- Unartæki fyrir lieyrnarsljótt fólk. Ágætt hátalarakerfi hefir líka verið sett UPP í kirkjunni, og er það til fyrirmyndar.

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.