Kirkjuritið


Kirkjuritið - 01.05.1956, Blaðsíða 11

Kirkjuritið - 01.05.1956, Blaðsíða 11
KÆRLEIKURINN BYGGIR UPP 201 Veizt, ef vin átt, þanns vel trúir, far þú að finna oft, því að hrísi vex og háu grasi vegur, er vætki treður. Þannig eiga þjóðirnar báðar að öðlast nánari kynni og dýpri skilning hvor á annari og samlíf þeirra og samstarf eflast. Já, með þeim hætti eiga allar Norðurlandaþjóðirnar að standa hlið við hlið — varðveita ást og bræðralag um aldir. Með það í huga hyllum vér vora góðu gesti, konung Dan- merkur og drottningu og bræðraþjóðina dönsku. Vér biðjum konung konunganna að vernda og blessa kon- unginn og drottninguna, dætur þeirra, alla konungsættina og ríki Danmerkur. Hann láti kærleik sinn lýsa þeim á komandi fímum og vald kærleikans byggja upp bróðurlega vináttu og samstarf Danmerkur og íslands, já, allra þjóða og kirkna Norð- urlanda, að því marki, sem hann hefir sett oss af óendanlegri speki sinni og náð. Komi friður hans í Jesú nafni yfir vora jörð. ÁSMUNDUR GUÐMUNDSSON.

x

Kirkjuritið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.