Kirkjuritið - 01.05.1956, Blaðsíða 23
PISTLAR
213
ig í starfi kirkjunnar. Ég hefi oftar en einu sinni vikið að því,
hver þörf er að leita nýrra leiða. Hins vegar hafa tengslin við
fortíðina jafnan mikið gildi, og hæpið er að breyta siðum og
venjum gamalla stofnana, nema brýna nauðsyn beri til, og víst
að hið nýja sé til bóta.
Kaþólska kirkjan er með réttu fastheldin á erfðasiði og erfða-
venjur. Það er henni styrkur. Oss lúterskum mönnum hættir aft-
ur á móti til að hringla með ýmsar kristnivenjur og kirkjusiði,
og er það ekki alltaf til eflingar. Hér á landi hafa komið út tvær
helgisiðabækur í minnum núlifandi manna (1910 og 1934). Báð-
um má finna margt til gildis og sumt til foráttu. En það, sem
hér um ræðir, er að það hefir viljað við brenna, að vér prestarnir
vikjum á ýmsan hátt frá báðum.
Einkum hin síðari leyfir oss að vísu að hafa óbundnar hendur
um sumt — jafnvel mikilvæg atriði, sbr. greftrunina.
Þetta hefir vafalaust ýtt undir ruglinginn. En svo bætist það
hka við, að sakir breyttra þjóðfélagshátta og nýrra viðhorfa til
kirkju og kristindóms eru söfnuðurnir að verða enn ruglaðri í
dminu, hvað þetta snertir. Fáir leikmenn, einkum í þéttbýlinu,
munu vera fróðir um helgisiðahald og kirkjusiði.
Herra biskupinn skrifaði prestunum bréf í haust, þar sem
hann mælist til að fylgt sé föstum reglum um ákveðin atriði,
einkum varðandi guðsþjónustuna. Virðist að því hafi verið vel
tekið, enda er oss öllum meinlaust að fylgja þeim óskum. En
telja mætti æskilegt, að þessi mál yrðu athuguð nánar og á breið-
ara grundvelli. Hví ekki að ræða þau betur á prestafundum,
héraðsfundum og prestastefnunni? Líklegt, að það yrði til nokk-
lIrs góðs.
Piestslegt — þinglegt.
Þórhallur biskup segir frá því, að þegar hann var að þýða
Hirðisbréfin og lýsa skyldi því, hvernig biskup ætti að vera,
hafi hann velt fyrir sér, hvaða orð hann mundi hafa um þá séra
Sæmund í Hraungerði og séra Daníel á Hrafnakili. Svo þótti